Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1972, Qupperneq 62

Æskan - 01.02.1972, Qupperneq 62
Ævintýrið um Þyrnirós 1. Hann ákvað að ríða inn í rikið og reyna að vekja hina sofandi prinsessu. Hann brýndi bezta sverðið sitt og hvessti lengsta spjótið sitt, og eftir eins dags reið var hann kominn að þyrnigerðinu, sem sagt var, að höllin lægi bak við. Það virtist vera svo einkenni- lega friðsamt kringum þyrnigerðið. — 2. ,,Jæja, stökktu nú, Brúnn!“ hrópaði prinsinn glaður til hestsins og reið að þyrnigerðinu á miklum hraða. En ó, ó, hvað hann stakk sig óþyrmilega á þyrnunum. Það var alveg eins og að ríða beint á nálabréf, og prinsinn varð næstum reiður. Þetta hafði sannarlega ekki fylgt frásögn ævintýrisins. — 3. Því meir sem hann sveiflaði sverðinu og stakk með spjótinu, því flóknara varð þyrnigerðið. Það vafðist eins og ormar um handleggi hans og fætur, og að síðustu var hann svo sundur- tættur, að hann gat ekki haldið lengra. Föt hans voru i tötrum, og það blæddi úr mörgum sárum. 4. ,,Nei, þessi sofandi prinsessa má víst sofa áfram min vegna," möglaði prinsinn reiðilega, keyrði hest sinn sporum og reið aftur heim til hallar sinnar. Nú ætlaði hann að biðja drottninguna að leggja plástra á allar skeinurnar, sem þessir andstyggilegu þyrnar höfðu rifið á fætur hans, handleggi og nef. — 5. Bráðlega breiddist orðrómurinn til annarra landa um prinsinn, sem reyndi að fara í gegnum þyrnigerðið, og nú vildu allir reyna. Það varð mikil samkepþni um það milli prinsa frá ýmsum löndum, hver þeirra gæti leyst af hendi þessa erfiðu reið. Þeir æfðu sig heima. — 6. En enginn þessara ungu, hraustu manna hafði gæfuna með sér, þó að þeir væru klæddir I þykk herklæði úr járni, til þess að þyrnarnir gætu ekki stungið þá. Þyrnigerðið var og hélt áfram að vera svo þétt, að ófært var i gegnum það, þvi að ennþá voru ekki liðin hundrað ár og álögum álfkonunnar var þess vegna ekki ennþá létt af, en það vissu prinsarnir ekki. Árgangur ÆSKUNNAR árið 1972 kostar kr. 500,00. Gjald- dagi blaðsins er 1. apríl n.k. Borgið blaðið sem allra fyrst, því þá hjálpið þið tii að gera blaðið okkar enn stærra og fjölbreyttara en nokkru sinni áður. Allir kaupendur ÆSKUNN- AR njóta hins sérstaka tæki- færisverðs á öllum bókum blaðsins. Verðmunur frá bók- söluverði á hverri bók er um 30%. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.