Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 71

Æskan - 01.11.1980, Side 71
Næstu ár var henni flogið mjðg oft, og var notuð sam- fellt þangað til 10. júlí 1948, en hún mun hafa flogið eitt eða tvöflug 1949, en þá var hún tekin úr notkun. Hún bar nafnið Máfur. SCHULGLEITER SG—38 GRUNAN El Þessi fluga flaug fyrst 19. mars 1939. Var hún dregin upp með spili af Sandskeiði. Þeir, sem fyrstir flugu, voru: Leifur Grímsson, Ingólfur Bj., Markús, Sig. H. Ólafsson, Hallgrímur og Bjarni Krist. Henni var mikið flogið bæði uppi á Sandskeiði og i Vatnsmýrinni. Hún var kölluð Smyrill. Grunan Ei flaug hér síðast 6. júlí 1948, en þá var hún tekin úr notkun. Þessari renniflugu var fyrst flogið 13. júní 1948. Flugmaður var Magnús Guóbrandsson og flugstaður var Sandskeið. Þennan sama dag flugu henni einnig Þór- hallur Filippusson, Sig. Eiríksson, Sverrir Þorláksson, Ásgeir Pétursson, Ómar Tómasson og Hörður Magnús- son. Flugu þessa settu saman félagar í Svifflugfélagi Is- lands, (aðalsmiður Pétur Filipusson) en hlutana höfðu þeir keypt tilbúna frá Svíþjóð (AB Svenska Kano Verken) 1947. Rennifluga þessi var geysilega mikið notuð. Síðasta flugtakið var 26. júlí 1957, en þá hafði hún farið á loft samtals 3468 sinnum. Þessi rennifluga var gerð upp veturinn 1968—69 og vartilbúin til flugs sumarið 1969. GRUNAN9 Þessi sviffluga flaug fyrst 10. júlí 1938 af Sandskeiði. Þeir sem flugu þá, voru: Sigurður Ólafsson, Hjalti J., Gísli Ólafsson, Edvard Sig., Ingólfur Bj., Arnór Hjálmarsson, Ester Steinsdóttir, Bjarni K., Þorvaldur og Jónas Ás. Svifflugan var smíðuð 1944 — 45 af Gísla Sigurðssyni, Hallgrími Jónssyni o. fl. Hún flaug síðast 19. júlí 1948, en þá brotnaði hún í lendingu á Sandskeiði. Hún var ekki gerð upp. SCHULGLEITER SG—38: Vænghaf: 10.41 m. Lengd: 6.28 m. Hæð: 2.43 m. Vængflötur: 16.0 m2. Áhöfn: 1. Tómaþyngd: 100 kg (með bát: 115 kg). Hámarksflug- taksþyngd: 210 kg. Farflughraði: 60 km/klst. Hámarks- hraði: 115 km/klsti Rennigildi: 10 við 52 km/t. Lágmarks fallhraði: 1.30 m/Sek. við 48 km/t. 1. flug: 13. júní 1948. ÆSKAN — Það er álíka vonlaust að rökræða og að ætla sér með regnhlíf í steypibað .. 57

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.