Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 23

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 23
Kirkjuritið. Kirkjan mín, Drottinn minn! 17 Hyernig var svo ástandið, þegar hingað kom? I3á var ein hin agalausasta öld, sem yfir ísland hefir gengið, óspektir, rán og gripdeildir, jafnvel af liendi þeirra, sem laganna áttu að gæta. Ivirkjur voru rænd- ar og saurgaðar eða brenndar til kaldra kola. Heil byggðarlög eydd af erlendum óaldarflokkum, bardagar °g manndráp líð, og almenningur sokkinn svo í eymd °g fátækt, að menn seldu jafnvel útlendingum börn sin i þrældóm, svo sem ráða má af Löngu-réttarbót. Hafi því Goitskálk biskup komið hingað, með þeirri ósk heit- astri, að þjóna sem bezt heilagri kirkju, þá má vænta þess, að lítt hafi honum hugnað sá guðsakur, sem liann var kominn til að rækta. Ekki hafi hann, fremur en margur, séð stóran ávöxl hoðunar sinnar þau 15 ár, seni hann sat hér á stóli, og mjög liafi lionum þótt hug- iii' manna horfinn að veraldlegum efnum. Ilin innsta hugsun lians, sem brýzt fram á dauðastund- inni, er því ef til vill örvæntingarfullt liróp vonbrigð- anna yfir því, hversu litln hann fékk til vegar snúið með starfi sínu, líkt og kemur fram í erfiljóði séra Matthíasar eftir einn starfsbróður sinn í Evjafirði, eða öllu heldur tvo, er honum urðu samferða norður þang- að, til að „prédika alveldi andans og elskunnar guðdóm“. En hann segir: Fylltum vér helminginn héraðs með heilögu ljósi, græddum liér guðsríkis akur, svo gerla sjást merki? Einn eftir hrumur ég hjari en horfnir þið báðir: Hvað er það gagn, sem við gerðum? Guð veit það, Jakob“. Þannig hefir, án efa, mörgum Guðs kennimanni ver- ið innanhrjósts, sem meiri ástæðu hefir haft til þess

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.