Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 6
148 KIRKJURITIÐ að í þeim skilningi, að nú eru samgöngur allar mun greiðari en áður og nú er hægt að fljúga heimsálfanna á milli á fáeinum klukkustundum. Hinar ólíkustu þjóðir eru orðnar í nánu sam- býli á jarðhnettinum. Margir láta sér nægja að hugsa aðeins um líðandi stund og njóta þeirra þæginda, sem þróun tækninnar og fjármunir geta veitt. En fleirum er þó Ijóst, að þetta er ekki nóg til þess að tryggja öryggi og lífshamingju vor mannanna og því síður veitir það nokkur svör við dýpstu spurningum mannssálarinnar. Hver maður þarf að lifa trúarlífi, trúa á Guð og treysta honum og lifa í samfélagi við son hans, sem sendur var í þennan heim, til þess að frelsa synduga menn. Páskareynslan dýpkar skilning vorn á Jesú Kristi, boðskap hans og lífi. Vér finnum það aldrei betur en nú, að þessi boð- skapur á erindi til vor, í öll samskipti vor mannanna. Ábyrgð fyrir Guði og mönnum er hið mikla sannleiksorð kristninnar, það er lausnarorðið í samskiptum mannanna. „Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, af allri sálu þinni og af öllum huga þínum og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. (Matt. 22, 37—39). Vér erum að vísu óendanlega fjarri þeim kærleiksveruleika, sem Jesú vildi skapa með lífi sínu, en vér megum aldrei þreyt- ast á að vinna fyrir og berjast fyrir þeim sannindum, sem Jesús Kristur lifði og dó fyrir. Páskareynslan er líka ein sterkasta stoðin undir ódauðleika- trú mannsandans. Með upprisunni leiddi Jesús Kristur í ljós líf og ódauðleika. Páll postuli talar um það, að upprisan sé trygg- ing fyrir upprisu allra manna. í augum kristinna manna hlýtur upprisa Jesú að vera áhrifa- mesta sönnunin fyrir framhaldslífinu, ásamt ummælum hans og dæmisögum. í reynslu manna almennt er líka margt, sem styrkir ódauð- leikatrúna. Um það verður varla deilt, að framhaldslíf mannsandans er mikilvægasta málið í heimi, og vissulega er það eitt af framtíðar- verkefnum vísindanna að rannsaka samband lífs og dauða, svo

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.