Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 13
ÞÁTTUR kristninnar í sögu íslands 155 ingu sinni og nauð í biskupsdómi áunnið sér nálega heilags manns nafn. Jón Ögmundsson verður heilagur talinn. Gizur læg- ir óánægju Norðlendinga út af því, að hann hafði stofnsett bisk- upsstólinn syðra„á þann stórmannlega hátt, að gefa þeim annan biskupsstól. En drýgst til eflingar kristnihaldi hefir þó ef til vill orðið setning tíundarlaganna síðast á 11. öldinni, því að þar með var lagður fjárhagsgrundvöllurinn undir starf hinnar ungu kirkju. Nú var hægt að kosta allt í senn, biskupinn með öllum lians skyldustörfum, t. d. skólahaldi, prestastétt, kirkjur og loks líkn- arstarf kirkjunnar. Og fagurt er að sjá, að sú tíund, sem ekki þótti taka að skipta, gekk óskipt í þágu líknarmálanna. Hér gat því á að líta nýjan þátt og fagran í sögu þjóðarinnar. Ný og fegurri trú, er fæddi af sér helga menn, ný menning, ný leiðtogastétt, er hvarvetna kom fram til góðs, nýtt mat lítil- magnans og margt fleira nýtt, er til siðbóta heyrði. Talað hefir verið um það, að friðaröld sú, er upp rennur á fvrri hluta 11. aldar og nær langt fram eftir næstu öld, hafi verið ávöxtur hinnar nýju trúar. Ég hefi sannast að segja ekki verið trúaður á þetta. Hví skyldi þá ekki friðurinn hafa aukist jafnt og þétt með auknu valdi kirkjunnar? Þar fór, eins og vitað er, á allt annan veg. Sturlungaöldin gengur í garð seint á 12. öldinni, einmitt þegar kirkjan eflist. En ég er ekki orðinn eins viss í þessari sök. Vitanlega eru fleiri öfl hér að verki, þjóðfélagsleg og efnaleg. En ég vil nú eiigan veginn vísa á bug þessari skýringu til viðbótar, eða jafn- vel telja hana veigamestu orsökina. Það er einmitt eðli slíkra hreyfinga, að afl þeirra er hvað mest fvrst. Þær koina eins og Sr,öggur bvlur. Menn hrífast af sterkviðri andans. Menn hrífast af nýunginni, en gagnrýnin er ekki vöknuð. Ef þjóðfélagsástæð- l,r einar ollu þessu, hví var þá ekki allt friðsamlegt fvrst eftir stofnun allsherjarríkisins 930 og þær umbætur, sem gerðar voru a þjóðfélaginu með skiptingu landsins í fjórðunga og skipun dómvaldsins? Hvað sem segja má um sannsögugildi íslendinga- sagna, þá er enginn efi á því, að þær geyma sagnir af róstusömu tunabili. En þær róstur eru með öðrum liætti en átök Sturlunga- aldar. Hér eru það skærur milli einstakra ætta og manna, sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.