Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 35
177 VERK MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR komizt inn í sálmabók vora, meðan alls konar leirburður, sem aldrei er sunginn í nokkurri kirkju, er látinn sitja þar kyrr. Nefnd- bi, sem gaf út 150 sálma 1912, sendi m. k. til baka lielminginn af þeim sálmum, er Matthías sendi henni, þar á meðal afbragðs- goðar þýðingar á klassiskum sálmum eftir frægustu skáld. Af- staða nefndarinnar 1945 var svipuð. Hún tók sálma eftir M., sem unnið höfðu sér vinsældir vegna þess að þeir fengu inni í 150 salmum, er sleppti þó sumum, er þar voru eins og t. d.: „Af heil- agleik meira, ó, herra gef mér“ (þannig má ekki biðja Guð af því að manneskjan er ofurseld erfðasyndinni), ágætum sálmi. Annars dugir ekkert hálfkák við Matthías. Svo mikið á íslenzk ^ú'kja Matthíasi Jochumssyni að þakka, að hún ætti að beita ser fyrir því, að gefin yrði út nákvæm, vísindaleg útgáfa af rit- verkum hans, prentuðum og óprentuðum, líkt og t. d. prófessor Jón Helgason gaf út kvæði Bjarna Thorarensens fyrir tuttugu arum síðan og Matthías Þórðarson gaf út ritverk Jónasar Hall- gnmssonar. Slík útgáfa krefðist vitanlega mikillar vinnu og yrði þess vegna svo dýrt og tímafrekt verk, að naumast er við því að búast, að nokkurt bókaforlag orkaði að gefa ritverk hans þann- 'S út. En af því að hér er um nauðsynjaverk að ræða, sem allri þjóðinni væri sæmd að \áta vinna og henni væri skylt að gera 1 þakklætisskyni og til að heiðra einn sinn mesta andans mann, þá geri ég það að tillögu minni, að þessi útgáfa verði styrkt af alþjóðarfé. Einum manni treysti ég bezt til að inna verkið af höndum, en það er Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor. Hefir hann þegar kannað marga hluti um ritverk Matthíasar og er vandvirkur og nákvæmur í heimildakönnun. Hins vegar er sá vandi á, að liann mundi naumast sökum annríkis við kennslu geta fundið nægan tíma til að ljúka þessari útgáfu nema á afar- löngum tíma. Eg vildi því gera þá tillögu, og vænti stuðnings allra kirkj- þnnar manna og góðra íslendinga, að efnt yrði til vísindalegrar utgáfu á ritum Matthíasar Jochumssonar hið fyrsta, og að ríkið styi'kti útgáfuna með þeim hætti, að það leysti Steingrím J. Þor- st;einsson frá kennslustörfum um nokkur ár með fullum launum að því tilskyldu, að hann ynni að útgáfu af heildarverkum Matt- 12

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.