Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 45
ERLENDAR FRETTIR 187 skeið hefir verið mikill áhrifamaður, enda lærður guðfræðingur. Sagt er, að hvorugur hafi hlíft hinum, er þeir leiddu saman hesta sína. Er að sjá sem ^ygren hafi veizt betur. Áheyrendur voru fjölmargir og hitnaði mörgum í hamsi þetta kalda vetrarkvöld. Amerískur vakningaprédikari, Tommy Hicke, var ekki alls fyrir löngu á ferð í Stokkhólmi. Starfaði á vegum Hvítasunnumanna. Fólkið þyrptist til að lilusta á hann, enda taldi hann sig m. a. geta læknað folk Weð snertingum og fyrirbænum. Hófust miklar deilur um mann þennan í sænskum blöðum og útvarpi, var meira að segja haldinn fundur um málið í sjónvarpinu. Sumir vildu banna slíka prédikunarstarfsemi, aðrir töldu það lítt koma heima við trúarbragðafrelsi. En flestir kváðu samt hafa kaldið því fram, að varlegast væri að auglýsa ekki „trúarlækningar" úr hófi, því hætta væri á að með því móti væri mikil liætta á sárum vonsvik- um 0g jafnvel blekkingum, enda þótt ýmsar lækningar af þessu tagi ®ttu sér stað. Kagawa, japanski kristinboðinn heimsfrægi, vinnur enn frábært starf af mikilli fómfýsi meðal landa sinna. Enn sem fyrr lætur hann líknarmálin niest til sín taka. Heilsu hans fer hnignandi, og hefir hann því lagt kapp á aÖ afla sér margra samstarfsmanna, sem geti lialdið í horfinu, þótt hann folli sjálfur í valinn. Sjónvarpið er ekki talið auka kirkjusóknina í Ameríku. Hins r egar leiða athuganir í ljós, að ákveðinn hópur manna hefir áhuga á trúarlegu sjón- varpsefni. Einkum ef það byggist á sjálfri Biblíunni. Hér sem víðar virð- ast kaþólskir ná til fleiri manna en mótmælendur. Enska sjómannatrúboðið átti aldarafmæli 20. febrúar í ár. Nýr kirkjustíll ryður sér víða til rúms í Ameríku, en þar eru nú reist- ar fleiri kirkjur en nokkru sinni áður. Allmikið kveður að því, að gaflarnir séu þríhyrndir og þess dæmi, að þakið nái alveg niður a jörð. Þess er samt yfirleitt gætt, að ekki sé raskað aldagömlum venjum í kirkjuforminu t. d. staðsetning altaris, prédikunarstóls o. fl. Lajos Ordass biskup, Kirkjuritið hefir áður sagt frá þessum merka °§ ágæta manni, sem var um skeið biskup lúterskra manna í Ungverja- Lndi, Hann þoldi saklaus miklar ofsóknir, var sviftur embætti og settur

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.