Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 15
PISTLAR 253 söfnuðurinn alltaf að skapa prestinn. Ég gæti bezt trúað, að sá máttur væri enn áhrifameiri. Flestir prestar munu leggja upp í starfið með brennandi áhuga og björtum vonum. Þeir halda, að sér muni vera í lófa lagið að gera söfnuðinn að græn- um akri. Halda, að vegurinn sé beinn og greiður til andlegra áhrifa. En reynslan er ósjaldan sú, að söfnuðurinn er líkur sendnum og seigum jarðvegi. Orðið hripar niður og fáir skeyta verulega um viðleitni prestsins. Það er þess vegna, sem að okk- ur prestunum hættir til að „forpokast“, staðna andlega, lijakka lengst af í sama farinu, rækja starfið sæmilega sem embættis- starf, en ganga ekki fremstir í neinni blysför til dýrðar Drottni, né sveitast við það daglega að plægja akur hans. Þetta er rétti- lega hægt að lá oss. En söfnuðurnir eiga ekki einvörðungu sínar kröfur í garð prestanna, heldur líka sínar skyldur, ekki aðeins við kirkjuna almennt, heldur einnig sérstaklega við þjóna hennar. Hér verð- ur ekki vikið nema að tveim atriðum að þessu sinni. Getur nokkur verið svo blindur, að hann átti sig ekki á því, ef hann hugsar um það, að sá prestur, sem á vísa góða kirkju- sókn, leggur sig að öðru jöfnu fram um að semja góðar ræð- ur og hafa sem mesta fjölbreytni í efnisvali. Halda menn, að það hafi engin áhrif, ef presturinn hugsar sem svo: Það kem- ur enginn á sunnudaginn, ég fer ekki að leggja það á mig að semja nýja ræðu. Ef einhver slysast til að sækja kirkju, tek ég bara einhverja prédikun „upp úr súr!“ Eða setjum svo, að dæmið sé þveröfugt. Presturinn segir við sjálfan sig: Nú verð- ur fjölmennt, næst þegar á að messa. Ég verð að leggja mig allan fram til að nota tækifærið og boða fagnaðarerindið. Líku máli gegnir um persónulegt samband prests og safn- aðar. Þess eru náttúrlega dæmi, að vér prestarnir vanrækjum okkar tækifæri. En hitt mun algengast, að þar sem prestarnir finna, að þeim standa opnar dyr og þeirra er beðið, hvort heldur í sambandi við húsvitjanir eða almenna sálusorgun, mun prestunum tíðförult um sóknirnar. Og oftast munu þeir þá koma einhverju eóðu til leiðar, eða skapa hreinna og hlýrra andrúmsloft.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.