Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 29

Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 29
KIRKNASAMBAND NORÐURLANDA 267 hefti Kirkjuritsins.) — í haust verður fundur í starfsnefndinni (arbetsutskottet). Verður hann haldinn dagana 26.-27. okt. í Helsingfors, en stjórnarfundur í júnílok 1958, í sambandi við norrænt, kristilegt mót, er haldið verður á Nyborg Strand í Danmörku. Á það mót verður öllum heimilt að koma, og ættu þeir íslendingar, prestar eða aðrir, er verja sumarfríi sínu þá í Danmörku, að sæta færi að vera þar með. Tilhögun þess verð- ur nánar ákveðin síðar. — Ákveðinn var blaðamannafundur árið 1958, og annar fundur, til nánari kynna við alkirkjuhreyfing- una (WCC.). Ráðgert var áframhald af útgáfustarfi sambandsins, Það gef- ur út „Church News/Kirchliche Nachrichten," fréttablað um kirkjuleg mál, sem hefir mikla útbreiðslu, og kynnir starf nor- rænnar kirkju víða um lönd. Ennfremur gefur það út tímarit- ið „Kristen Gemenskap.“ Af hálfu íslendinga er próf. Sigurbjörn Einarsson í ritnefnd þess. Er það tímarit ómissandi öllum þeim, er hafa áhuga á að kynna sér samstarf hinna ólíku kirkjudeilda í heiminum. Kirknasamband Norðurlanda er merk stofnun, en ég tel, að við íslendingar gætum hagnýtt okkur það betur en verið hefir, bæði með því að kaupa blöð og bækur, er það gefur út, og uieð því að sækja mót þau, er það stendur að, svo framarlega sem tök eru á. Jakob Jónsson. Frá því sögur hófust hefir aldrei komið upp nein heimspeki, trúflokk- Ur, löggjöf, né skipulag, sem hefir verið jafnt til almenningsheilla sem kristindómurmn. — Bacon. Allt, sem ég hefi séð, kennir mér að treysta skaparanum, sem ég liefi ekki séð. — Emerson. Hafir þú nokkra trú, þá gef mér í Guðs nafni hlut í henni. Efasemdir þínar mátt þú sjálfur eiga, af þeim hefi ég meir en nóg. — Goethe. Vér skulum trúa því, að réttinum fylgi máttur, og í þeirri trú skulum ver gera skyldu vora, eftir beztu samvizku, allt til loka. — Lincoln.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.