Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 39
ÆFI JESÚ 277 enga tillmeigingu til að dæma Jesú og sendir hann því Heródesi Anti- pasi, er hann fréttir, að Jesús er Galílei. Á síðustu páskum hafði Pílatus umsvifalaust tekið af lífi nokkra uppreisnarmenn frá Galileu. En þá var Sejanus enn á lífi, og Pílatus þurfti ekki að taka meira tillit til Heró- desar Antipasar en hann sjálfur vildi. Nú þurfti hann aftur á móti að eiga hann að vini. Heródes hafði fyrir sitt leyti gjarnan viljað sjá Jesú gjöra krafta- verka. En Jesú neitar. Og því er hann sendur aftur í háðungarflík tíl Pílatusar. En Pílatus er enn alls ófús til að dæma Jesú — hvaða for- sendur á hann að skrifa fyrir dóminum? Þá sýnir Kaifas, að hann er enn vaxinn því að knýja réttarhöldin áfram. Tíminn er naumur. Aftaka Jesú verður að eiga sér stað um það leyti, sem allir Gyðingamir em önnum kafnir við það að undirbúa páskahátíðina, svo að friður geti haldizt i borginni. Hann grípur þess vegna til pólitískra hótana og ber birgður á það, að Pílatus sé vinur keisarans. Þá verður Pílatus hræddur. Hann vissi, hvað við lá fyrir háttsettan embættismann, ef hann brást því tign- arheiti. Hann vildi ekki eiga undir því, að hanm yrði kærður fyrir það. í Róm að halda hlífiskildi yfir pólitískum uppreisnarmanni. Yfirleitt var tíminn óheppilegur til þess, að Róm hæfi rannsókn á embættisferli hans. Fyrir því lét Pílatus undan. En háð sitt lét hann koma fram ótvírætt 1 yfirslcriftinni á krossinum: Jesús frá Nazaret, konungur Gyðinga. Líka var það háð gegn Kaifasi, að hann leyfði greftran Jesú í virðulegri gröf, en lét ekki jarðsetja hann í grafreit glæpamanna. Nú getur krossfesting farið fram. Um hádegi. Tignar konur Jerúsalem bjuggu samkvæmt fomri venju deyfandi drykk, sem var boðinn dauða- dæmdum fyrir aftökuna. Jesús hafnar drykknum. Síðan taka hermenn- irnir til starfa. Undir krossi Jesú hugðist æðsti presturinn enn eiga mik- ilvægu hlutverki að gegna. Ef Jesús iðraðist og bæri fram játning sína, þá gæti liann boðið Jesú syndafyrirgefningu, og Jesús myndi þá deyja sáluhjálplegum dauða í augum ísraelsmanna. Jesús nefnir ekkert slíkt. Æðsti presturinn bíður árangurslaust. En eftir nokkra stund verður hann asamt öðram andlegum leiðtogum Gyðinga að halda frá aftökustaðnum musterisþjónustunnar. Hún hefst um miðmunda, þar eð páskahá- tíðina bera upp á hvíldardag. Jesús biður hinna gömlu bæna ísraels. Upphafsorðin á 22. sálmi: „Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig“ merkja það, að Jesús l'efir farið með allan sálminn, en niðurlag hans er fagnaðarrík lofgjörð. ^ð líkindum hefir Jesús dáið meðan helgiorðin í 118. sálmi hljómuðu frá musterinu:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.