Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 42
280 KIRKJU'RITIÐ sem sameinaði á undursamlegaoi hátt innri rósemi og ytra ofstæki, og fann til Guðs í sömu andránni sem eyðandi elds og flæðandi ljóss. Vel má vera, að handr.it þau, sem varðveizt hafa oss til handa, séu engir bókmennta- gimsteinar. En þau eru þó samt sem áður vitnisburður þeirra mamna, sem stóðu, eins og fyrirrennarinn mikli, í bergskorunni og sá Ijóma Drottins líða framhjá sér.“ Bók þessi fæst í Bókaverzlun Snæbjamar Jónsscmar í Reykjavík. G. Á. Örlög á Litla-Hrauni eftir Sigurð Heidal (Útgefandi: IÐUNN 1957) Ólafía Jóhannsdóttir skrifaði á sínum tírna bókina: Aumastir állra, snilldarrit, sem fyrir ýmissa hluta sakir væri vert að gefa út að nýju. Þessi bók Sigurðar Heiðdal er að sumu leyti hliðstæð henni, bók, sem hlýtui að vekja menn til umhugsunar um mikil og sár vandamál. Höfundur seg- ir þama sögur nokkurra fanga á Litla-Hrauni, en þar var hann forstöðu- maður fyrstu tíu árin, sem hælið starfaði. Vart mun því neitað, að þessi stofnun var merkileg nýjung á sínum tima og stórt spor í rétta átt, þótt sumt hafi verið misráðið og annað mistekizt í því sambandi fyrr og síðar, eins og vænta mátti. Hinir níu bókarþættir eru að sjálfsögðu bæði sann- leikur og skáldskapur svo sem gerist um slíkar frásagnir. En höf. tekst margt vel, m. a. að gera ljósa ætlun sína um markmið betrunarstofnana, sem hann dýsir í lokaorðunum: „Svo að fangelsin eru þá nokkurs konar hreinsunareldur eftir þinni kenn- ingu og .... reynslu?" „Já, það eiga þau að vera,“ svaraði Jón. Eftir bókinni að dæma hefir tekizt allvel að ná þessari ætlun á Litla- Hrauni, ef miðað er við allar aðstæður. En fyrst og fremst leiðir bókin huga manns að orsökum þess, að menn komast í kast við lögin og lenda í höndum réttvísinnar. Fæstir eru fæddir með sterka afbrotahneigð. Oft virðist sem hrein tilviljun leiði menn afvega. (Brotna rúðan) og breyskleikinn fæðir síðan af sér löstinn. Hitt er líka ósjaldan, að menn hyggjast koma sér úr klípu með því að grípa til ör- þrifaráða og trúa því ekki fyrr en eftir á, að með því eru þeir að brenna brýrnar að baki sér. (Tveir lierramenn. Hreinsunareldur.) Stundum snýzt vanmáttarkennd upp í afbrotamennsku. (Kálinn kvistur.) Lélegt uppeldi, jafnvel blind móðurást getur spillt mönnum. (í leiðslu.)

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.