Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 27
FRÁ SPÁNI 265 Prestar eru mýmargir og verður vart þverfótað fyrir þeim á götum úti. Telja og sumir, að menn sækist gjarnan eftir að komast í þeirra flokk til þess að geta notið sæmilegs efnalegs öryggis, þótt ekki séu lægri klerkar hálaunaðir. Það var og áberandi, að prestar sóttu til skamms tíma svo mikið kvikmyndahús, að öðrum áhorfendum var stór bagi að, því að þeir bera feiknar barðastóra hatta. Nú hefir yfirstjóm kirkjunnar bannað klerk- um að sækja ölstofur og skemmtistaði yfirleitt, ekki mega þeir fexðast nema takmarkað á mótorhjólum, og verða að gæta þess að vera í fullum einkennisbúningi utan húss. Er ætlunin að skerpa kirkjuagann til að rétta við virðingu kirkjunnar í augum andstæðinga hennar. Fólkið er mjög kirkjurækið í þeirri merkingu, að það sækir iðulega helgar tíðir og gengur títt til skrifta. En það virðist ekki leggja hugann neitt vemlega að trúmálum, eða lífsspursmálunum yfirleitt. Og þegar það hefir verið í kirkju, telur það sér óhætt að ganga til hvaða verka sem er a eftir, og að fenginni aflausn að syndga á ný upp á náðina. Mikið er um helgigöngur, einkum á föstudaginn langa. I vetur dó Segura kardínáli í Sevilla. Hann var orðinn afgamall og hafði lengi verið þverlyndur, og þó mest upp á síðkastið. Svo hataði hann mót- mælendur, að hann dró taum Múhameðstrúarmanna gegn þeim. Spánverjar eru fomfræg bókmennta þjóð, sem kunnugt er. Hafa þeir löngum átt mikil skáld. Skáldakynslóðin frá 1898, svokölluð, stóð öðrum samtímaskáldum fylhlega á sporði. Til hennar töldust m. a. Unamuna, Pio, Baroja og Azorin. En einkennilegt er til þess að hugsa, að allir voru þeir andkirkjulegir, enda rit þeirra allra mörg á bannlista nú. Sama máli gegnir um frægasta heimspeking Spánverja á þessari öld, José Ortéga Igassett. Sannast sagt mun kaþólska kirkjan á Spáni vera ein sú deild hinnar merku móðurkirkju, er andstæðust er oss mótmælendum í flestum skiln- mgi, 0g einna ólíkust til að halda uppi hugsjónum meistarans frá Nazaret °g vinna á efnishyggjunni. Hitt er því miður líklegra, að hún kalli yfir sig ovild og uppreisn líkt og kirkjan í Frakklandi á tímum stjórnarbyltingar- innar miklu. Samt skal því ekki gleymt, að þrátt fyrir allt vinnur kirkjan mikil og margs konar liknar- og mannúðarstörf á Spáni. Og þótt hún hrynji í sinni nuverandi mynd, mun upp úr rústum hennar rísa að nýju baðmur kristn- mnar, fegurri og ávaxtaríkari en áður. Það er líkt um kirkjuna og fljótið, sem hreinsar sig á tiltölulega skömm- um tíma, þegar því gefst nýtt færi til að renna með eðlilegum hætti. G. Á.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.