Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 32
270 KIKKJUBITIÐ II. Stauffer greinir fyrst heimildir. Því næst fæst hann við tímatalið. Þrjú fyrstu guðspjöllin rniða við þrjú misseri, en hið fjórða við fjögur ár, fimm páskahátíðir. Þetta verður samræmt með því eina móti að fella viðburðina í samstofna guðspjöllunum þremur inn í tímatal Jóhannesar guðspjalls. Það er rétt. Guðspjallið nær yfir gervallt alls herjar starf Jesú, samstofna guðspjöllin aðeins yfir nokkurn hluta þess, einkum síðasta hlutann. Fangelsun og aftaka Jóhannesar skírara valda umskiptum í æfi Jesú. Starfsskeið Jesú nær yfir tvö tímabi'l, annað fyrir, hitt eftir dauða Jóhannesar skírara. Miðað við aðstæðurnar í Rómaveldi mun Jesús vera fæddur árið 7 f. Kr. og dáinn árið 32 e. Kr. Æfi hans er þannig 39 ár, og fer það ekki í bága við frásögn samstofna guðspjallanna, að hann liafi verið um þrí- tugt, er hann hóf almanna starf sitt. Jesús hafi þá fyrst komið fram opin- berlega árið 28, er hann tók skírn af Jóhannesi fyrir páska. Musteris- hreinsunin á sér stað árið 29 að Jóhannesi lifanda, sem vafalaust hefir hvatt til hennar. Við liana öðlast Jesús hylli allra alvörumanna Gyðinga- þjóðarinnar. Eftir það skyggði Jesú á Jóhannes, unz deilur um hreins- unarsiði hófust með lærisveinum Jesú og Jóhannesar. Ollu þær því, að Jesús tók sig upp og hvarf aftur um skeið til Galileu og hélt þar kyrru fyrir, unz Jóhannes var handtekinn. Þá hófst síðara tímabilið í æfi Jesú. Aftaka Jóhannesar mun hafa átt sér stað snemma á árinu 31. Rökin fyrir því, að Jesús sé fæddur árið 7, eru þau, að manntal Ágúst- usar nái yfir allt Rómaveldi og hefjist 27 f. Kr. Skyldi telja alla menn og allar fasteignir. í Austurlöndum hófst þetta manntal árið 11 f. Kr. Þá var þar æðstur valdsmaður Kýrenus, landstjóri á Sýrlandi. Árið 7 f. Kr. réðst rómverska manntalsnefndin inn í Gyðingaland, og urðu þar uppreisnir gegn keisara Rómaborgar. Að minnsta kosti sex þúsundir manna neituðu keisaranum um hlýðni. Fyrir því vann manntalsnefndin verk sitt með sverðið í annari hendi, en manntals og eignaskrárnar i hinni. Jesús er fæddur í Betlehem. Þau Jósef og María fóru þangað að líkindum vegna þess, að amnað hvort þeirra hefir erft fasteign þar í bænum. Bakhjarl sögunnar um vitringana frá Austurlöndum er sem hér segir: Löngu fyrir árið 7 f. Kr. vissu menn það af stjarnfræðilegum út- reikningi, að Júpíter myndi mæta Saturnusi á braut sinni í fiskamerki. Hafa menn fundið þess konar útreikninga, ritaða fleygletri á leirspjöld í Sippur við Evfrat í Babýlon hinnar fomu. Kepler hefir staðfest, að þessi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.