Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 30
268 KIRKJUIUTIÐ Qömul sögn í einni af síðustu útgáfum Grallarans frá ofanverðri 18. ðld á bls. 287, síðast í flokki útfararsálms, er dálítið sérstæður sálmur með upphaf: Líkn- arfullur guð og góður“. Lagboðinn er: „Jesús Kristur er vor frelsari" og er framar í bókinni með nótum. Sálmur þessi er alllangur, andríkur og betur ortur en margir sálmar í Grallaranum. — Móðir mín, Sigríður Jóns- dóttir (1864—1927) sagði mér að móðir sín, Guðríður Guðmundsdóttir í Efri-Vík í Landbroti (1829—1890) hefði sagt sér eftirfarandi tilefni hans. Maður nokkur hafði verið dæmdur til lífláts. Nóttina áður en aftakan átti að fara fram, orti hann þennan sálm. Um morguninn þegar til hans var komið var hann andaður, en á líkinu lágu blöð, er höfðu að geyma sálminn. Hér verður ekkert sagt um sannleiksgildi þessarar sögu annað en það, að sums staðar í sálmi þessum er ýmislegt í bænarákalli höfundar, er gæti bent til þess að sagan væri í aðalatriðum rétt, eins, og t. a. m. þetta vers: Eg vil í þínar hendur heldur en heimsins manna verði seldur. Með þeim engin meðaumkvan er, en miskunn og náðin nóg hjá þér. Móðir mín benti mér á þetta. En hvernig sem þessu er farið, tel ég nokkrar líkur fyrir því, að sögn þessi sé frá kennimönnum í Vestur-Skafta- fellsýslu, þó hér verði ekki tilfærð rök að því. Meðal hinna mörgu fögru versa og bæna, sem móðir mín kenndi mér í æsku, var síðasta versið úr greindum sálmi og er þannig: Leið mig inn í ljós með sóma, lát mig þangað um síðir koma. Þar sem er dásöm dýrðin þín. Drottinn þú sem Ijómar og skín. Mér finnst rétt að forða þessari sögu frá glötun. A föstudaginn langa 1957. Bjarni Bjarnason, Brekkubæ.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.