Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 34
272 KIRKJUKITXÐ hans hafi horfið aftur til fyrri iðju sinnar, og skýrir það köllun Péturs á ný (sbr. Lúk. 5). Eftir handtöku Jóhannesar haustið 30 kemur Jesús aftur fram á lauf- skálahátíðinni í Jerúsalem. Þar brýtur Jesús lögmálið með því að bjóða sjúklingnum, er hann læknaði við Betesda, að bera sæng sína heim. Við slíku lá grýting. Síðan var Jesús jafnan í lífshættu, er hann kom fram í Jerúsalem. Eftir þennan úrslitaatburð hefst aðalfrásögn samstofna guð- spjallanna. Á páskum 31 getur Jesús ekki farið til Jerúsalem, því að það myndi kosta hann lífið. Hann heldur þess vegna hátíðina í Galileu með mettuninni miklu, sem er fyrsta skiefið frá gyðinglegri páskahátíð til kristilegrar kvöldmálltíðar. Hér eins og annars staðar er rétt tímatal Jóhannesar og útlistun hans. I októbermánuði 31 kemur Jesús allt í einu fram í Jerúsalem á laufskálahátíðinni og enn á musterisvígsluhátíðinni sama ár. í bæði skiptin vofir lífshætta yfir honum. Um páska 32 fetar hann píslarferil sinn. Sögulegir atburðir í Róm styðja þetta tímatal. Þá er Tíberíus hefir setzt að völdum eftir Ágústus, verður Sejanus voldugur ráðherra hans. Árið 25 hverfur Tíberíus til Kaprí, og verður Sejanus nálega einvaldur eftir. Hann er ofsafenginn hatursmaður Gyðinga og vill, að þeim verði algerlega útrýmt. Hann sendir þá þegar Pontius Pílatus til Júdeu og ætlar honum að verða þægt verkfæri í sinni hendi. Pílatus kveður upp fjölda dauðadóma. Sex árin fyrir krossfestingu Jesú hafa a. m. k. 1000 Gyðingar orðið að þola sama dauðdaga. Árið 30 vekur Sejanus ofboðs- legt hneyksli Gyðingum með því að láta slá handa þeim peninga með mynd keisarans og pálmagreinum, ímynd frelsisins. Enn verða harðir árekstrar út af myntsláttu árið 31. Deilan um skattpeninginn á hér heima. Það ár gjöra hátíðapílagrímar frá Galileu uppreisn í Jerúsalem. Pontíus Pílatus lét taka foringjana af lífi (Lúk. 13.). Sama ár, 18. október, var Sejanus allt í einu handtekinn, dæmdur til dauða og tekinn af lífi í Rómaborg fyrir tilraun til þess að koma sér í hásæti keisarans. Því næst var gerð herferð um allt Rómaveldi gegn fylgismönnum hans. Meðal þeirra eru Pontíus Pílatus, Kaifas og Heródes Antipas, en þeir sleppa furðanlega, að minnsta kosti í bili. Þó er það sýnt, að Pílatus missir móðinn. Framkoma hans í réttarhöldunum yfir Jesú sýnir það glöggt, og hve öíll aðstaða er breytt. Þessi ruddalegi fjöldamorðingi, sem samviskulaus hafði deytt fólk og losað sig við óvini sína án dóms og laga, er nú allt í einu orðinn nákvæmur og gætinn dómari, sem rannsakar allar aðstæður. Skýring á því er aðeins ein: Pílatus þorir ekki eftir fall Sejanusar að leggja nafn sitt við hæpna dauða-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.