Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 40
278 KIRKJUBITIÐ Ég mun eigi deyja, heldux lifa og kunngjöra verk drottins .... Steinninn, sem smiðimir höfnuðu, er orðinn að hymingarsteini. IV. Það er vafalaust, að gjöf Jesú hefir verið tóm á páskadagsmorgni. Þrátt fyrir harðvítugustu mótspyrnu í Jerúsalem hefir enginn dirfst að neita hinni tómu gröf. Aftur á móti reyndu menn snemma að skýra það með því, að annaðhvort hefðu lærisveinar Jesú stolið líkinu eða gras- garðsvörðurinn flutt það til. Sennilega hefir Pontíus Pílatus í skýrslu sinni um mál Jesú frá Nazaret til Rómar minnzt á gröfina tómu og gjört ráð fyrir líkráni. Ef til vill er eitthvert samband milli þessa og banns þess, er Tiberíus keisari leggur við líkráni. Trúin er auðvitað ekki byggð á tómu gröfinni Jieldur á opinbemnum Jesú, sem skýra fyrir lærisveinunum leyndardóm grafarinnar auðu. Það er söguleg staðreynd, að postulamir hafa fengið opinberanir, sem sann- fæm þá um það, að Jesús lifði. Pétur og Jakob, bróðir Jesú hafa fengið sérstakar opinberanir — og síðar Páll postuli. Konurnar nefnir Páll ekki, af því, að vitnisburður þeirra hafði ekki sönnunargildi sam- kvæmt Lögmálinu. Við sérstaka opinberun kallaði Jesús postulana til þess að vera trúboða sína og ful'lkomnaði skírn Jóhannesar, svo að hún varð að kristinni skírn. Vitnisburður Jesú um sjálfan sig liggur eins og leyniþráður um öll orð hans og verk, að því er guðspjöllin herma. Hann er manns-sonurinn. En af Daníelsbók vitum vér, að samkvæmt opinbemnarritum gyðing- dómsins var manns-sonurinn maður á himni við hásæti Guðs, er myndi í lok daganna stofna eilíft guðsríki á jörðu. í Enoksbók hinni eþiópsku hefir manns-sonurinn sjálfstæða stöðu við lilið Messíasi, eldri og æðri. Þar er hann orðinn „líðandi þjónn Drottins“ (sbr. Jes. 40—55). Öll ástæða er til að ætla, að Jesús hafi bæði þekkt og viðurkennt þessa skoðun á manns-syninum, enda var Enoksbók þessi alkunn í Galileu. Það, sem vér vitum ömgglegast um vitnisburð Jesú um sjálfan sig, er það, að hann hefir talið sig vera manns-soninn og „líðandi þjón Drott- ins.“ ÖU guðspjöllin staðfesta það. Jesús hefir sameinað allt hið æðsta og dýpsta, sem hann hefir sagt um sjálfan sig, í þessu hugtaki. Hann var manns-sonurinn. Hann liföi ókunnur meðal mannanna, hæddur, fyrirlitinn, ofsóttur. En hann er herra Lögmálsins og hefir vakl frá Guði til þess að dæma og fyrirgefa. Hann

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.