Jólasveinar - 24.12.1914, Side 15

Jólasveinar - 24.12.1914, Side 15
15 Sólskinsgutl sindraði í huga, sat eg og vann upp á kraft. Gullskýjatrédrumb einn tók eg og telgdi mér „Hamar*-skaft. Eg tegldi þótt tréð væri fúið, titrandi’ af vonskýjasorg, því haus mig á hamarinn skorti, sem hæft gæti þessarj borg. En þetta var augnabliks æsing, sem óðara hvarf burt og dó. þá hitti’ eg naglann á hausinn: Með hauslausu skaftinu’ eg sló. (Leirskáldið tekur annað blað upp úr hinum buxnavasanum og les sem fyr): Skáldið bograr við borðsins rönd — á borðinu týran ljómar —. Ljósgulan blýant hefir í hönd í höfðinu kvarnir tómar. Vél — stél — vél — stél — Rækalli’ er erfitt að ríma vel. þá kviknar í huganum heljarbál af hálfdauðum mýrarljósum og angan leggur um auða sál úr eldri poétiskum fjósum.

x

Jólasveinar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólasveinar
https://timarit.is/publication/457

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.