Fríkirkjan - 01.05.1899, Side 2

Fríkirkjan - 01.05.1899, Side 2
66 að þér góðan ávöxt færi. Öxin liggur lágt við rót, lifsins andi, vinn mér bót. Helgi andi, huggun veittu, hart er þjakar æflstríð; öllu’ í sólskin böli breyttu, blessuð himindúfan fríð. Yeifa þú með vængnum bjarta vonarleysis tári’ á braut, en mér veittu von í þraut, þolinmæði’ og þrek í hjarta. Heims í þrautum hjálp mér bú, halt mér fast í Jesú trú. Tveir vegir. Það er ekki langt síðan farið var að tala um fríkirkju eða aðskilnað ríkis og kirkju hér á landi. Fyrir fáum árum var eigi annað að sjá né heyra, en að allur þon'i landslýðsins væi'i hjartanlega ánægður með þjóðkirkjuna, og virðist fáum eða engum þá hafa komið til hugar að annað fyrirkomulag á kirkjunnar málum mætti betur fara. Að minnsta kosti vóru menn rólegir, og þó sjaldan það kom fyrir að menn urðu eitt- hvað óánægðir með aðgjörðir þjóðkirkjr<stjórnarinnar, sem varla mun hafa átt sér stað nema við einstöku „brauða'‘-veitingar, þá hjaðnaði það brátt niður aptur og menn báru það jafnað- arlega með þögn og þolinmæði. Nú er öldin önnur. Nú er orðið „frikirkja" nálega á hvers manns vörum og alltíðar hreiflngar hafa komið fram hingað og þangað um landið, sem bera þess ijósan vott, að hugur alþýðu er farinn að gjörast fráhverfur hinu gamia og úrelta þjóðkirkju-fyrirkomuiagi, en hneigjast í fríkirkjuáttina. Það leynir sér ekki, að hinn nýji tími ber fríkirkjuna í skauti sér. Allmargir af hinum mei'kari prestum landsius eru ein- dregið með aðskilnaði ríkis og kirkju. Fríkirkjumálið hefur jafnvel komizt inn fyrir dyrnar á fundarsal synódusar og ver- ið rætt þar með miklu kappi. Blöðin virðast vera máli þessu hlynnt, og af hinum kirkjulegu mánaðarritum, sem hingað tii hafa komið út á íslenzku, hafa tvö, „Sameiningin" og „Kirkju- blaðið“, verið því fylgjandi. Og loksins er nú nýtt mánaðarrit

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.