Fríkirkjan - 01.05.1899, Side 4

Fríkirkjan - 01.05.1899, Side 4
68 sumir vilja fara þann veg, að rýmka smám saman um höndin, en skilja eigi til fulls sundur ríkið og kirkjuna, fyr enn þá einhverntíma seint og síðar meir; en sumir vilja að skilið sé með öilu milli ríkis og kirkju, svo fljótt sem verða má. Þetta er sannfæring ailra verulegra fríkirkjuvina, þvi þeir álita allt samband milli hins veraldlega og andlega skaðlegt, eigi að eins fyrir kirkjuna, heldur og fyrir ríkið. En hver er þá vegurinn til að fá þessum aðskilnaði fram- gengt? Sá vegur, sem fyrir ílestum mun vaka, er að koma breytingunni á með lögum fyrir land allt í einu. En þó að þessi vegur væri óneitanlega ákjósanlegastur, þá er hætt við að hann verði seinfarinn. Fyrst og fremst er naumast að búast við því í svona löguðu máli, að sannfæring allra iands- manna geti orðið svo samtaka, að öllum eða flestum verði ljúft að slík lög verði gefin út. Og þar á ofan má ganga að því vísu, að þó lögin kæmust frá þinginu, mundu þau trauð- lega hljóta staðfesting konungs. Stjórn vor mun, eins og stjórnirnar í öðrum þjóðkirkjulöndum, líta svo á, að prestarn- ir sóu fyrst og fi-emst þjónar ríkisins, og ætla að ríkið hafi meira gagn af þeim sem þjóðkirkjuprestum, heldur enn sem fríkirkjuprestum. Stjórnin mundi þá vera ófús á að gefa frá sér það vald, sem hún hefur yfir kirkjunni. [Frh.] Hieronýmus frá Prag* var vinur Jóhanns Húss og samverkamaður, fæddur á milli 1360 og 1370 í borginni Prag á Bæheimi, sem hann er jafn- aðarlega við kendur. Hieronýmus gekk fyrst í háskólann í Prag, en síðan í háskólann í París, Köln, Oxford og Heidelberg; enda fór svo mikið orð af lærdómi hans og mælsku, að Ladislás 2. Pól- verjakonungur hafði hann í ráðum með sér viðvíkjandi há- skólastofnun í Kraká, og Sigmundur Ungverjakonungur kvaddi hann til Ofen, til að prédika fyrir sér. Hann var bæði lærð- ari maður og mælskari enn Jóhann Húss; en IIúss var stillt- *) Sjá mvnd í no. 2.

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.