Fríkirkjan - 01.05.1899, Qupperneq 3

Fríkirkjan - 01.05.1899, Qupperneq 3
67 að hefja göngu sína, seni ætlar að helga krapta sina þessu málefni um öll önnur fram. Er þetta framför eða apturför ? Var ekki botra gamla lagið, þegar allir sungu með sama nefi og gengu í bróðerni og með auðmjúkri undirgefni við móðurarm þjóðkirkjunnar, og þörfnuðust einskis framar til fullnægingar sínum andlegu nauðsynjum? Nú má þjóðkirkjustjórnin varla hreifa sig, svo að hún fái ekki að heyra hótanir um að ganga undan merkj- um hennar, og í hvert sinn sem „brauð“ losnar, hlýtur hún að bera kvíðboga fyrir að flokkadrættir og jafnvel fríkirkjusöfn- uðir rísi upp. Sumir kunna að kalla þetta apturför; en vér köllum það veruiega. framför. Það sýnir að menn eru farnir að hugsa, bæði um það, hvað eðlilegast sé samkvæmt anda kristindóms- ins, og svo um sín eigin réttindi í sambandi við trúar- og samvizkufrelsið. Sjálfstjórnarlöngunin er hér farin að hreifa sig innan kirkjulegra vebanda, og það líður naumast á löngu, áður en landsmenn hefja almennt baráttu, til að brjóta af sér hlekki þá, er hefta hana. Að vísu má að því finna, að fríkirkjuhreifingarnar hafa hingað til mestmegnis verið bundnar við „brauða“-veitingar eða pi’estaskipti, eða á annan liátt staðið i sambandi við eitt- hvað persónulegt; en það er þó í rauninni skiljanlegt, að svo hefur verið; það er eðiilegt, að slíkt sé eitt af því fyrsta, sem söfnuður vill hafa fullnaðarumráð yfir, þegar sjálfstjórnarlöng- un hans er farin að hreifa sig. Enginn skilji orð vor svo, sem vér teijum flokkadrætti heppilega eða ákjósanlega í sjálfum sér. Það er langt frá því. En vér teljum þá framfaramerki eigi að síður í samanburði við áhugaleysið, sem áður var. Að komast hjá meiri eða minni flokkadráttum er eigi unnt, meðan söfnuðirnir eru að læra að fara rétt með frelsi sitt; en það hefur þjóðkirkjan skiljanlega ekki verið vel fallin til að kenna þeim. Engum kemur víst til hugar vegna þessara flokkadrátta áð svipta söfnuðina aptur liinu litla frelsi, sem þeim hefur ver- ið veitt; heldur munu allir þeir, sem á annað borð hugsa nokk- uð um þessi efni, vera á eitt mál sáttir um það, að söfnuð- irnir hljóti að fá meira frelsi. En svo skiptast skoðanirnar;

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.