Fríkirkjan - 01.05.1899, Síða 6

Fríkirkjan - 01.05.1899, Síða 6
70 að apturkalla kenningar þeirra Jóhanns Húss eða verða brennd- ur á báli. í upphafi varðhalds hans mundi dauðinn hafa verið misk- unnsöm hegning í samanburði við allt pað, er hann hafði orðið að líða. En nú var hann orðinn bugaður; hann var sjúkur á líkamanum, niðurbeygður í anda, fiiTtur allri vina hjálp og skelfdur af lífláti síns bezta vinar. Hann lét því tiileiðast að beygja sig fyrir kirkjuþinginu og kannast við að Húss hefði verið rétt dæmdur, en hélt pó fram sannindum þeim, er peir höfðu kennt. Þannig reyndi hann að komast hjá dauðanum og þagga um leið niður rödd samvizku sinnar. En á leiðinni tii varðhaldsins aptur tók hann þegar að hugleiða, hvað hann hafði gjört, og taka sára iðrun fyrir það. Hann hugsaði um hinn líflátna vin sinn, urn tryggð hans og karlmennsku, og hvernig hann sjálfur aptur á móti hefði af- neitað sannleikanum, fyrir ótta sakir. Áður hafði hann haft frið í sálu sinni í öllum þrautum sínum, en nú læsti myrkrið sig innst inn í sálu hans, og svipti hann jafnvel fullvissunni um guðs náð. Hann vissi og að hann mundi hljóta að beygja sig enn dýpra, áður en hann þyrfti að hugsa til að kornast í sátt við kirkjuna. Hann var að hrapa niður í botnlaust hyl- dýpi. Hann rnundi ekki einungis verða skilinn frá kennara þeim, er hann hafði elskað hér á jörðunni, heldur einnig frá meistaranum á himnum, er fyrir hann hafði þolað hinn sára krossdauða, — og allt þetta að eins til að komast hjá skamrn- vinnri þjáningu. Það var 25. september 1415, að Hieronýmus hafði látið leiðast til frammi fyrir þinginu að tala á móti sannfæringu sinni og samvizku. En við næsta próf, sem haldið var 26. maí 1416, tók hann það allt hátíðlega aptur, kvaðst hafa gjört það af hræðslu og þrekleysi, og ki-afðist þess af þinginu, að sér yrði leyft að halda uppi vörn fyrir sig. En menn voru . hræddir við áhrif orða hans, og heimtuðu að hann skyldi að eins játa eða neita kærum þeim, er frarn voru bornar gegn honum. Hieronýmus mótmælti slíkri harðneskju og óréttvísi. „Þér hafið haldið mér í 340 daga í hræðilegu varðhaldi, fullu af óhreinindum og viðbjóðslega fúlu lopti, við frekasta skort á öllum nauðsynjum lífsins, og svo neitið þér að veita mér á-

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.