Fríkirkjan - 01.05.1899, Síða 5

Fríkirkjan - 01.05.1899, Síða 5
69 ari maður og þrekmeiri. og fór Hieronýmus því jafnan að ráð- um vinar síns. Á Englandi hafði hann lrynnst kenningum Wycliffes, og tók hann síðan með áhuga og kappi þátt í baráttu Húss gegn klerkavaldinu og spillingu andlegu stéttarinnar. Leiddi þá ákafi hans hann stundum lengra enn góðu hófi gegndi, svo að hann tróð heiga dóma undir fótum sér, og lét jafnvel eitt sinn handsama nokkra munka og fleygja einum þeirra í Moldá. Þess er og getið, að hann brenndi opinberlega páfa- bréf Jóhanns 23. gegn Ladislás 2. í Neapel og nokkur synda- lausnarbréf. Það var árið 1411. Þegar er Hieronýmus frétti að Jóhann Húss var settur i varðhald í Kostnitz, fór hann hiklaust þangað, til að reyna að frelsa vin sinn, en fékk engu til leiðar komið. Og er hann sá að það var þýðingarlaust að liafa þar lengri dvöl, og að það gjörði ekki annað en að stofna honum sjáifum í háska, þá hélt hann á braut þaðan og heim á leið til Prag; en áð- ur en hann kæmist alla leið, var hann handsamaður og flutt- ur í böndum til Kostnitz. Það var í aprílmánuði árið 1415. Þess er getið, að fyrsta sinn er Jóhann Húss var færður fyrir þingið og vildi taka til máls, til að verja sig gegn hin- um mörgu kærum, er fram voru bornar móti honum, þá hófust svo mikil óhljóð, að því var líkara sem þar væru saman komin óarga dýr heldur enn mennskir menn. Og sömu viðtökur fékk Iiieronýmus; þingheimur æpti að honum: „á bálið með hann, á bálið! “ Síðan var hann hnepptur í fjötra og honum haidið í svo ströngu varðhaidi, að mælt er að hann fengi eigi annað en vatn og brauð að nærast á. Að nokkr- um tíma liðnum varð hann sjúkur af þessari harðýðgislegu meðferð, og með því óvinir hans óttuðust að hann mundi deyja í höndunum á þeim, tóku þeir að hafa skapiegri meðferð á honum. Líflát Jóhanns Húss hafði vakið mikla gremju, svo að þingið ásetti sér, ef unnt væri, að neyða Hieronýmus til að apturkalla, í stað þess að brenna hann. Eptir að hann hafði setið missirislangt í varðhaldinu, var hann því færður fyrir þingið, og honum boðið að segja til, hvort hann kysi heldur

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.