Fríkirkjan - 01.05.1899, Side 14

Fríkirkjan - 01.05.1899, Side 14
77 mér „flaug í hug,“ þegar eg hafði lesið þennan sleggjudóm í „V. Lj“. — Mér flaug í hug gömul latnesk setning úr Ciceró, að mig minnir. Hún er svona: Anseres in caintolio publico sumpfu alnntur, og þýðir: Gæsir eru aldar á Kapitolium á alþjóðlegan kostnað. Dócentinn er ein slík „gæs“ hins „opin- bera,“ sem finnur sér skjdt að hefja kvak mikið, hvenær sem ráðist er að virkjum þjóðkirkjunnar. En sá kemur tíminn að gæsakvakið frelsar ekki virkin. Fríkirkjuhreyfingin lieitir grein, sem á síðastliðnu liausti stóð í „Þjóðviljanum unga“ eptir síra Sigurð Stefánsson, prest í Yigur, all-langt mál og ítarlegt, og al- veg á móti þeirri hrcyfingu. Svo sem nærri má geta, fær þessi grein lofsorð mikið lijá „Y. Lj.“, er segist „hjartanlega“ skrifa undir flest í henni. I einu atriði mótmælir þó „Y. Lj.“ kröptuglega þvi, sem stendur í grein síra Sigurðar, nl. því, sem þar er sagt um kirkju Vesturislend- inga; þar dæmir sira Sigurður eptir lýsingu Jóns Olafssonar í „Sunn- anfara,“ en „V. Lj.“ segir að sér hafi aldrei dottið í hug að trúa einu orði af henni. Um þetta atriði erum vér alveg á sömu skoðun sem „V. Lj.“ I fvrirlestri vorum um aðskilnað ríkis og kirkju, sem prentaður var i „Kirkjuhlaðiuu,11 bárum vér saman fríkirkju Vesturíslendinga við hið kirkjulega ástand hér heima, og gleður það oss að vér sjáum að „V. Lj.“ lítur þó oins á þetta, eins og vér, að kirkjulífið vestra hjá fátækum frumbýlingum liafi borið næsta mjög af því, er á sama tíma hefur gjörst og gjörist enn hér á landi — og það er ekki nóg að segja: „vér lifum undir allt öðrum kringumstæðum,“ til þess að færa sönnur, á eða leiða líkur að því, að hið sama fjör mundi ekki færast í kirkjulífið hér, ef skilið væri sundur milli ríkis og kirkju. Miklu frcmur er þó vit í að halda fram liinu gagnstæða. Yér erum sann- færðir utn, að hofðu landar vorir fiuttst héðan inn í ríkiskirkju-fvrir- komulag, þar sem allt hefði verið lagt upp í hendurnar á þeim, eins og hér er gert við kirkjuna, þá hefði kirkjulíf þeirra orðið dautt og dofið, eins og hér — ekki lióti betra. I’að er þessi kraptur, sem kemur fram við eigin áreynslu, eigin ábvrgð á málefnum sínum, sem kirkjan hér á landi, undir því ásig- komulagi, sem er, hefir okki tækifæri til að öðlast. Krafturinn þróast við baráttuna, en af honni hefur þjóðkirkjan ekkert að segja, harátt- unni fyrir tilveru sinni. I þjóðkirkjunni cr allt gjört fyrir söfnuðina; þeir missa því alla

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.