Fríkirkjan - 01.05.1899, Qupperneq 16

Fríkirkjan - 01.05.1899, Qupperneq 16
79 „Guði’ að treysta, hlekki hrista, hlýða. róttu, góðs að híða.“ Bn presturinn kallar þetta víst „skýjaborgir og loptkastala.11 „Svona er feðranna frægð fallin i gleymsku og dá.“ Djúpt ertu fallin, Islands þjóð! að þurfa að liggja undir klerkavaldi, sem rýr þig og reytir í skjóli lands-laga og réttar, og lætur um leið gjalla um eyru þér storkunarlegar prédikanir um að eymdarskapur þinn banni þér að hrista af þér hlekkina og setja á stofn hjá þér frjálsa kirkju, guði til dýrðar og sjálfri þér til blessunar. * * * Þá kemur önnur ástæðan á móti frikirkjunni, nl. trúarleysið hjá landsmönnum. Höfundurinn er svo trúaður á þetta trúarleysi landsmanna eptir alla starfsemi þjóðkirkjunnar, að liann lætur frá sér þessa setningu: „Það er mikið efamál, livort trúar- og kirkjulífið á íslandi verður mik- ið glæsilegra fyrir það, þótt t. d. einn fjórði hluti landsmanna væri i ákveðnu kirkjufélagi, þótt. fríkirkja nefnist, er auðvitað ætti við skort og örbirgð að búa, en hinir þrír fjórðu hlutar landsmanna gengju hver sína leið, trúarjátningarlausir, kirkjulausir, en sjálfsagt gjaldfriir til kirkna og klerka.“ —- En höf. kannast sjá.lfur við að þetta séu „hrakspár11 — og annað er það ekki, bætum vér við. Slíkar hraksjiár sanna ekkert annað on bölsyni höfundanna. En þó svo færi, sem vér erum alls ekki hræddir um, að meiri hluti lands- manna sneri bakinu við kirkjunni, þá yrði ástandið í sannleika ekki verra en það er nú, ef það er eins aumt og liöf. trúir að það sé. Svo fer höfundurinn að láta reynsluna leiðboina sér, en þá vill svo illa til, að hann miðar við lýsing Jóns Olafssonar á kirkjulífi Yestur- íslendinga, sem áður er uingetið, svo að sá kafii ritgjörðarinnar fellur dauður og marklaus. rá kemur hin margendurtekna setning: „yrði það sýnt og scinnað, að eamband kirkjunnar við ríkið stæði kirkjulegu safnaðar- og trúar- lífi fyrir þrifum, þá ættu auðvitað allir sannir kirkjuvinir að taka sem skjótast liöndum saman, til að losa öll ríl;Í6bönd af kirkjunni. En þetta er eftir að sanna.“ Eu hvernig á að sanna þetta, svo að þeir, sem á móti vilja vera, hljóti að kalla það sönnun? Orð Krists: „mitt riki er ekki af þessum heimi'1 — stofnun hinna fyrstu kristnu safnaða — hið kröptuga líf kirkjunnar, áður en hún komst í samband við ríkið — linignun trúarinnar, eptir að það samband komst á — lilut- arius eðli (trúin frjáls, kirkjan frjáls) — allt þctta o. fl. liefur verið margleitt fram; en forvígismeun þjóðkirkjunnar láta það sem vind um cyrun þjóta. Höf. minnist á, live illa séu sóttir safnaðarfundir og héraðsfundir. En er það ekki von? Er við því að búast að meun sæki með áliuga slíka fundi, þar sern þeir eru bundnir á allar lundir? Allir þessirfund-

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.