Fríkirkjan - 01.05.1899, Síða 7

Fríkirkjan - 01.05.1899, Síða 7
71 heyrri, en hlýðið að eins á orð fjandmanna minna. Séuð þér í rann og vent vitrir menn og ljós heimsins, þá gætið yðar að syndga eigi gegn réttlætinu. Hvað mig snertir, þá er iítils vert um mitt líf, svo að þegar eg hvet yður til að dænta réttvísan dóm, þá er það yðar vegna, en ekki min.“ Loksins var honunt leyft að tala. Hann féil þá á kné frammi fyrir öllum þingheimi, og bað að guðs andi mætti stjórna hugsunum sínum og orðttm, svo að hartn segði ekkert, sem væri gagnstætt sannleikanum eða meistara lians til van- virðu. Fyrirheit drottins til lærisveina sinna, sem lesa má í Matth. 10, 18.—20., rættist á honurn þann dag. Orð hans vöktu undrun og aðdáttn, jafnvel hjá fjandmönnum hans. Heiit ár hafði hann setið í varðhaldi, þar sent hann mátti eigi lesa og hefði jafnvel eigi getað séð til þess, en haft miklar hkamlegar þjáningar og andlegar áhyggjttr, og þó talaði hann með inælsktt og krapti, sem allir hlutu að dást að, og leiddi fram röksemdir sínar eins skýrt og skilmerkilega, eins og hann hefði haft nægan tima til undirbúnings. Um Húss sagði hann: „Eg þekki Jóhann Húss allt í frá barnæsku hans; hann var dýrðlegur, réttvís og heilagur maður. Hann var dæmdur, þó hann væri saklaus. Eg er einnig reiðubúinn til að deyja. Eg vil ekki apturkaila kenn- ingar mínar, þrátt fyrir kenningar þær, er fjandmenn mínir og falsvitni hafa mér búnar; en þeir munu hljóta að standa reikning véla sinna hinum mikla guði, er eigi verður á tálar dreginn." Orð hans höfðu mikil áhrif, og nokkrir af tilheyrendum hans vildu fyrir hvern mun frelsa líf hans. Eptir að hann var kominn aptur í varðhaldið, komu æðstu menn khkjunnar til hans og hétu honum öllu fögru, ef hann vildi láta af mót- stöðu sinrii. En Hieronýmus iét ekki bifast fremur en meist- ari hans, þá er djöfullinn bauð honum öll ríki veraldar og þeirra dýrð. Dauðadómurinn var þá kveðinn upp, og var farið með hann til þess sama staðar, þar sem Jóhann Húss hafði verið líílátinn. Á leiðinni þangað söng hann fyrir munni sér, og andlit hans ljómaði af frið og gleði. I’ar var hann svo brennd-

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.