Fríkirkjan - 01.05.1899, Síða 17

Fríkirkjan - 01.05.1899, Síða 17
80 ir eru „ný bót“ á liið gamla fat þjóðkirkjunnar, litið annað en mála- myndafundir eða tómt form — sandur í augu alþýðu manna; og það finna menn. Og sami „sandur í augu“ er það, sem formælendur þjóðkirkjunn- ar, þar á meðal „V. Lj.“, livað eptir annað er að sálda út frá sér, og sem kemur fram í þessari grein séra Sigurðar í orðunum: „mikil er trú fríkirkjumanua, og til mikils ætlast þeir af hinum ytri formum einum.“ Það er gjörsamlega rangt að kalla aðskilnað ríkis og kirkjubreyt- ingu á hinum ytri formum einum. Það er þvert á móti að- alatriðið, að skilnaðurinn er prinsíphreyting, og það að því er til kirkj- unnar kemur, breyting á lífsprinsipi hennar, sem er sjúkt og lialt á meðan hún er þjóðkirkja. Oss dettur í hug orð eptir Macaulay lávarð, sem snerta þetta efni. Orðin eru þessi: „Öll saga kristninnar sýnir, að henni er miklu hættara við að spillast af sambatidi við valdið, heldur enn að hníga fyrir mótstöðu þess. Þeir, sem t-roða upp á hana veraldlegu valdi, fara eins með ltana, eins og forfeður þeirra fóru með höfund hennar. Peir beygja kné, og hrækja á hana; þeir æpa: „heill!“ og gefa henni pústra; þeirleggja sprota í hönd hennar, en það er brothættur reyr; þeir krýna hana, on með þyrnum; þeir hylja með purpura sárin, sem þeirra eigin hendur hafa veitt henni; þeir rita glæsileg nöfn á krossinn, er þeir liafa neglt hana á, til að deyja þar við smán og þjáningar.11 — Þessi orð cru liörð, en atliugaverð. Þriðji og síðasti_ kafii ritgjörðar þessarar er um þær tryggingar, sem ríkiskirkjufyrirkomulagið veiti fram yfir fríkirkjuna, að því er snerti boðun guðs orðs, upitfræðing barna o. s. frv., allt samau byggt á ein- um og sama grundvelh, trúnni á ríkisvaldið. Nennum vér ekki að leggja oss niður við þennan „lestur“ hins heiðraða höfundar, þó „V. Lj.“ þyki hann svo uppbyggilegur, að það tilgreinir Ijölda tnálsgreina og kjarnyrða úr lionum. Það er eitt kjarnyrði, sem vér fríkirkjumenn höldum oss við, og það vegur mcira enn á móti öllum þeim hugleiðingum, sem presturinn í Yigur og dócentinn í Revkjavík geta sett saman. Það er þetta: „M i 11 r í k i e r e k k i a f þ e s s u m heimi." 3&Z Þessu 5. bl. „Fríkirkjunnar“ fylgir mynd: „Leo páfi XIII.“ Leiðr. I 2. tölubl. bls. 23, 9. Íínu að neðan hefir mispre.ntast „marglitaðri'1 fyrir „margháttaðri“. — í sama bl. bls. 26, 18.' 1. „páf- arnir“ fyrir ,,páfasinnar“._________________________________________ Fnkirkimia komur út einu sinni á mánuði; verður með myndum. Kostar hér á landi 1 kr. 50 au. — erlendis 2 kr. — árgangurinn. Borgist fyrir lok júní-mánaðar. Fæst í Reykjavík í Sigf. bókaverzl. Eymundssonar; út um land hjá bökasölum. og (ef fyrirfram er borgað) hjá póstafgreiðslu- og bréfhirðingamönnum. Utgefandi: Lárus HaJSdórssoi, Kollaleiru, Reiðarfirði. Aldar-prentsmiðj a.

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.