Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Side 58

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Side 58
56 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Jón Olgeirsson að sanna rétt okkar Islendinga til útfærsluna. Þeir voru nú sumir grimmari en þessi hópur. Ásgeir Ásgeirsson náðaði mig þann 22. desember, og ég var aftur kom- inn á veiðar á íslandsmið 5. ianúar 1962. Ég var mjög ósáttur við dóminn yfir mér, og hélt því fram að ég hafi fundið vínlykt af lögreglumanninum, sem barði mig, og yfirlögregluþjónn- inn hafi síðan gerzt alger offari í sín- um aðgerðum. Hann bókstaflega fór úr sambandi. Fiskveiðimörk á hreyfingu Ég var þrisvar tekinn eingöngu fyrir fiskveiðilagabrot, og einu sinni fyrir flóttatilraun og fiskveiðilaga- brot og þrívegis var ég fangelsaður. Það kom fyrir, að ég var ekki nógu árvakur að fylgjast með hvar mörkin voru hverju sinni. Þau voru á sífelldri hreyfingu. En ég man ekki hvað oft þau færðust til á minni tíð á Is- landsmiðum. (Sex sinnum, ef með eru taldar breytingar við samninga, 1950, 52, 58, 61, og 1975 ÁJ). Það var eitthvert dómsklúður í fangelsuninni, því að mér var alltaf flótlega sleppt, og mér var sagt, að í eitt skiptið gæti ég líklega fengið ein- hverjar bætur, en ég var ekkert að rekast í slíku. Þið íslendingar voruð orðnir eitthvað þreyttir á mér, en ykkur var þá nær, að hafa þessi mörk ekki á stanzlausri ferð um allt Norð- ur-Atlandshafið, og ætla svo að hengja menn fyrir að standa ekki klárir af því, hvar þau voru hverju sinni. Þið létuð mig eða útgerð mína borga hressilega fyrir brotin, þið haf- ið ekki grætt á öðrum manni meira en mér. Þegar ég var tekinn á James Barry fyrir vestan 1963, fékk ég 2500 stpd. sekt og afli og veiðarfæri gerð upp- tæk, en hvorttveggja fær skipið að leysa til sín, nema hjá Rússum, þeir hirða bæði afla skipsins og veiðarfæri þegar ég var tekin á Peter Scott fyrir norðan var ég sektaður um tæp 3000 stpd. Ég man ekki hvað ég fékk þegar ég var tekinn fyrir sunnan við Eldeyna. Maður er farinn að gleyma þessum orustum við íslenzku Land- helgisgæzluna, ég skrifaði lítið um það í fiskidagbækurnar. Ég var alltaf að skipta um skip, og orðinn vel þekktur á íslandsmiðum. En ég borgaði fyrir mig stórfé, það verða íslendingar að játa. — Jú, jú, ég fékk alltaf skip jafn- harðan hjá Newington, mér gekk vel að fiska, miðað við aðra, og átti oft toppsölur, var alltaf með góðan fisk. En skipin voru mörg, og ég var að öðru leyti en þessum áföllum mínum í viðureign minni við íslenzku Land- helgisgæzluna heldur farsæll í skip- stjórninni. Ég hef aldrei verið í vand- ræðum með að fá skip. Þegar Newington hætti fékk ég skip hjá J. Marr, og eins og ég hef áður sagt þér, lágu þó ekki skip á lausu þá. Ég fór vel útúr síðasta þorskastríð- inu. Ég stundaði Dornbankann mik- ið eða hélt mig norðarlega á ykkar slóð og það gekk slysalaust. Varð- skipin ykkar höfðu nóg að gera á grynnri slóðinni. Það var aldrei klippt aftan úr mínu skipi, og ég held ekki nema einu sinni klippt aftan úr Newington-skipi. Þegar ég var fangelsaður fyrir ólöglegar veiðar og flóttatilraun, bar það svo til: — Ég var að koma beint frá Eng-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.