Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 66

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 66
64 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ uppí kálgarða, eins og þið segið fyrstu togarana hafa togað. Á minni skipstjóratíð við ísland urðum við Englendingar sífellt að vera að finna okkur nýjar togslóðir, og auðvitað var maður oft bitur. Þegar maður taldi sig vera búinn að ná tökum á fiskislóð var maður rekinn af henni. Maður hefir eytt hálfri ævinni í að finna nýjar togslóðir við Island. Um gömlu kolableyðurnar veit ég ekki meira en þið sjálfir, og sú þekking er farin í gröfina með þeim, sem stund- uðu þær. Það getur svo sem vel verið, að það liggi einhversstaðar bók eða merkt sjókort frá þeim tíma, ég veit ekkert um það. Og hvað ætlið þið að gera með þá þekkingu? Megið þið nokkuð toga á grynnstu slóðinni? Veiðið þið nokkurn kola, sem heitið getur, að minnsta kosti ekkert í lík- ingu við það, sem við Englendingar gerðu fyrrum. Ég get engan fróðleik látið ykkur í té um gamlar kolableyð- ur, þær voru stundaðar fyrir mína tíð, en ég veit ýmislegt um djúpslóðir við Islands og get svo sem rabbað við þig um þær. Ég held þið Islendingar ættuð að nota meira dýpstu slóðirnar norður af landinu, en þið gerið, og þá einnig þann hluta af Dornbanka, sem er innan ykkar marka, um þriðj- ungur af bankanum. Þú spyrð um Grænlandsfisk á ís- landsmiðum. Það er náttúrlega hrygningarfiskurinn sem gengur upp á Vestfjarða- og Vesturlandsgrunni, og síðan suður til hrygningar, en einnig fiskur í ætisleit. Mikið af þeim þorski sem veiddur er fyrir vestan- verðu Norðurlandi er Austur-Græn- landsfiskur, ekki uppalinn á ís- landsmiðum. Það er auðvelt að þekkja þann fisk frá íslandsfiskinum, sem veiddur er á Kögursvæðinu. Það vottar eilítið fyrir grænum lit á ís- landsfiskinum þar, en það er meira brúnt í fiskinum, sem gengur í ætis- leit uppá Halann og síðan austur 100 faðma kantlínuna fyrir Horn og allt austur til Grímseyjar. Þar snýr hann við og gengur til baka í ágúst eða svo. Þetta er yfirleitt mjög fallegur fiskur. En svo ég víki aftur að Dornbankan- um. Ég hef lítið orðið var við ís- lenzka togara nálægt miðlínunni, og þó hefur verið ágætt fiskirí á bankan- um Grænlandsmegin við línuna í tvö eða þrjú ár. Bíða þeir kannski eftir að taka hann, þegar hann gengur uppá Halann eða Kögursvæðið? Það getur verið varasamt að bíða eftir honum þar, það er vissast að taka hann við línuna, hann gengur ekki allur alltaf mikið lengra. Sjálfsagt að sitja fyrir honum við línuna. Ég hef engar spurnir af því, að þorskurinn þekki þessa línu, sem þið hafið dreg- ið á kortinu ykkar. Honum hefur þá skyndilega farið fram í þekkingu, blessuðum. Manni virðist það nú að vísu stundum, að hann þekkti línur, þegar hann var að stinga mann af inn fyrir línu, og gefa manni langt nef fisklausum fyrir utan línuna. Ef hann er tregur á Dornbanka en mikið af ungfiski innanum stóra fisk- inn, er ráðlegt að fara aftur þangað eftir nokkur ár þá er bókaður mikill afli þar. Við Englendingar færðum okkur mikið á milli fiskislóða, fórum af Is- landsmiðum, í Barentshafið, til Bjarnareyja, norðar að Spitzbergen og í Hvítahaf og komum svo aftur á íslandsmið. Maður fann alltaf fisk, en það voru þessar miklu vegalengd- ir, sem ullu því, að við gátum ekki náð heildarafla eins og þið, sem skut- ust nokkrar mílur inn til að landa. Það var viku keyrzla hvora leið, fram og til baka af sumum fiskislóðum okkar, svo sem úr Barentshafi. Ég veit þið þekkið Dornbanka, íslend- ingarnir, ég er bara að velta fyrir mér, af hverju ég hef ekki séð ykkur þar síðustu árin. Hann er stór og fall- egur og rauður karfinn á Dorn- banka, miklu stærri og rauðari en karfinn í Víkurál. En það er alltaf hægt að fá karfa og ufsa í Víkuráls- horninu eða 50 sjóm. útaf Látra- bjargi eða Snæfellsnesi, og þá aðal- lega norður af landinu, 50-60 sjóm. norður af Horni eða Kögri. Þar mátti fá ágætan afla af stórum fiski. Það er náttúrulega alkunna, að þið íslend- ingar eruð miklir fiskimenn, og margir þekktir afburða fiskimenn voru á okkar togurum, en aðstæður ykkar eru líka góðar.“ Taylor segir það rétt, að okkur væri mestur fengur í fiskidagbókum og kortum næstu skipstjórakynslóð- ar á undan honum. Sú kynslóð enskra skipstjóra þekkti togslóðir á grunnmiðum betur en við íslending- ar sjálfir. Þeir menn voru að veiðum í þann tíma að fiskveiðilögsagan var jöfn landhelginni 3 sjóm. og sú lína misjafnlega virt eins og okkur íslend- ingum er kunnugt. Af þeim íslendingum, sem gerðust enskir skipstjórar eru að minnsta kosti fimm menn, allir löngu látnir, sem vissu ekki minna en fróðustu Englendingarnir. Það væri gaman að eiga kortin hans Gústa Ebba, sem Charles Ekberg segir frá í bókinni Grimsby Fish. Höfundinum segist svo frá: „Mér rennur alltaf til rifja að minnast hinnar sáru eftirsjónar ís- lenzka skipstjórans Ágústar Eben- ezarsonar, þegar Colin Newton (bróðir Bunnys), sem leyst hafði Ágúst af, strandaði togarnum North Crown við Islandsströnd og hann ón- ýttist. Ágúst, sem var náttúrlegt ís- lenzkt fiskveiðiséni (fishing genius) missti þar öll sín dýrmætustu kort, þar sem merktar voru inná allar beztu kolaslóðir við ísland“. Ágúst Ebenezarson frá Þernuvík við Djúp var bróðir Guðmundar í Hull, sem einnig var mikill aflamað- ur. Þeir voru bróðursynir Jóns Eben- esarsonar, eins mesta aflamanns við Djúp síðast á áraskipatímanum. Ágúst var ekki aðeins með mestu fiskimönnum síns tíma, heldur einn- ig mikill bókamaður. Til að læra sem bezt ensku hafði hann með sér út í túra enska orðabók, sem hann lærði utanbókar, og þótt hann væri kom- inn um þrítugt, þegar hann fór til Englands, náði hann svo góðu valdi á enskri tungu að hann þótti tala hana manna bezt. Hann var „sjentilmað- ur“. Ágústi er ekki ætlandi að hafa farið inn fyrir 3 mílurnar en upp að mörkum á hann að hafa þekkt ís- lenzku slóðina flestum öðrum betur. Það, sem veldur því að ensku skip- stjórarnir og þeir íslenzku á ensku togurunum, kynntust betur kola- og ýsumiðunum, en skipstjórar á ís- lenzku togurunum var auðvitað það, að enskir togaramenn sóttu meira í þennan grunnslóðarfisk en fslend- ingarnir, sem lögðu mesta áherzluna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.