Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 26

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 26
26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Undarlegt að búa á svo stóru heimili „Sem góður eiginmaður fylgdi ég Sigríði þegar hún fór suður og þeir neyddust til að taka við mér sem hver- ju öðru „fylgifé“! Eg tók þá við stjórn skrifstofunnar á Hrafnistu í umboði Asgeirs Ingvarssonar fjármálastjóra og hef verið þar síðan, eða í 21 ár. Við fluttum fljótlega í íbúð á Hrafnistu- heimilinu sjálfu, eins og Sigríður minntist á, og bjuggum þar í sex eða sjö ár. Þessi íbúð var þó aðeins hálf- köruð þegar við fluttum inn, enda var starfsemin ekki enn komin í gang þá. Við vorum í fyrstu aðeins tvö í húsinu með dætur okkar tvær, Guðrúnu og Kristínu, og móður mína, og það var dálítið undarleg tilfinning að vera svo fá í þessu stórhýsi. Því urðum við feg- in þegar fyrstu vistmennirnir fluttu inn. Brátt voru vistmennirnir orðnir 30 þarna á annarri hæð hússins, en hún var fyrst tekin í notkun, og fór þeim svo óðum fjölgandi. Þá fannst mér nokkuð undarlegt að búa allt í einu á svona stóru heimili, því ég hafði alist upp að nokkru sem ein- birni, vegna þess hve eldri systkini mín fluttu snemma að heiman. En nú skorti ekki heimilsfólkið! Eg saknaði Akureyrar nokkuð fyrstu árin, en svo fór ég að samlagast hinu nýja umhverfi og nú held ég að ég kærði mig ekki um að flytjast norður á ný. Þó áttum við húsið okkar fyrir norðan allan þann tíma sem við bjuggum á Hrafnistu og vorum þar löngum í fríum okkar. Það seldum við loks þegar við keyptum húsið hér að Mávahrauni 14 og höfum nú verið hér í fjórtán ár. Eg held að loks þegar við Sigríður seldum nyrðra að við höfum fundið að við höfðum slitið festarnar við Akureyri." Gott samstarfsfólk „Ég tel mig geta sagt að ég hafi átt mjög gott samstarf við alla sem ég þarf að eiga samskipti við, þótt kanns- ki sé ég talsvert lokaður inni á minni skrifstofu. Starf mitt snýst fyrst og fremst um að sjá um þau viðskipti sem heimilið á við Tryggingastofnun- ina, að heimilismenn fái þaðan allt það sem þeim ber og að fylgja því eft- ir, en jafnframt að vera ábyrgur gagn- vart Tryggingastofnun að þvf leyti að hún sé ekki hlunnfarin á neinn hátt. Þetta vona ég að mér hafi tekist. Svo eru gjaldkera- og fjármálstörf önnur sem ég sinni í umborði fjármálstjór- ans, eins og ég nefndi. Og ekki vil ég láta hjá líða að nefna að ég hef átt því láni að fagna að hafa mjög gott starfs- fólk. A skrifstofunni vinna einar sjö konur, en sumar eru ekki beinlínis mínir starfsmenn, því launadeildin hjá okkur er nánast hluti af launadeild Hrafnistanna beggja og því alveg undir stjórn fjármálastjóra, eftir að heimilið stækkaði. Þá rekum við lítið bankaútibú frá Islandsbanka og því sinnir ein kona sem einnig vinnur á skrifstofunni hjá okkur.“ Kynntist „sjómannagrúpp- unni“ snemma „En það hefur nú semsé verið mitt hlutverk í 21 ár að skrá fólk inn á Hrafnistu og sjá um hagsmuni þess eftir bestu getu. Og nú horfist ég í augu við það að þegar fólk á mínum aldri er að flytjast inn á Hrafnistu er ég að útskrifast þaðan! Fyrir mér hefur þetta starf verið eins og önnur skrifstofuvinna á marg- an hátt og oftast hefur verið meira en nóg að gera. Þegar ég hóf störf hafði ég ekki fyrr kynnst starfsemi sem þessari nema úr fjarlægð, því þótt Sigríður væri í þrettán ár forstöðu- kona á Akueyri, þá þekkti ég þann vettvang ekki nema takmarkað. Eigi að síður þekkti ég ýmsa forystumenn Sjómannasamtakanna í gegnum mín lelagsstörf, en ég var yfir tuttugu ár í stjórn Félags verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri og formaður þess síðustu árin. Því sat ég flest Alþýðu- sambandsþing frá 1956 og þar til ég flutti suður. Kynntist ég þá þessari „sjómannagrúppu" sem ég kallaði svo. Eins og verða vill á þingum þá eru fundirnir ekki allir svo skemmti- legir og því sóttist ég eftir að setjast við borð Sjómannafélags Reykjavík- ur, því þar var alltaf eitthvað um að vera og maður kynntist hressum körl- um, eins og Jóni heitnum Sigurðssyni, Pétri heitnum Sigurðssyni og fleirum, en sumir af þeim settust síðar að á Hrafnistu í Hafnarfirði sem heimilis- menn. Þar endurnýjuðust þessi kynni.“ Sjómenn eiga að láta sig reksturinn meiru varða „Sem áhorfandi þá get ég ekki ann- að en dáðst að því framtaki Sjó- mannasamtakanna sem Hrafnistu- heimilin eru. Það er nokkuð sérstakt, ef ekki einstakt, að drífa upp slíkan rekstur, en eins og allir vita er þetta upphaflega sprottið upp af brennandi hugsjón og fágætum dugnaði manna sem við kynntumst mörgum þegar við komum suður. En eitt er það sem ég hef alltaf undrast ofurlítið, og það er að þótt þetta sé allt rekið af slíkri reisn og dugnaði að þá er líkt og sjómanna- stéttin sem slfk, hinn almenni sjómað- ur, sé hálf sinnulaus gagnvart þessum eignum sínum, ef ég má orða það svo. Ég hef orðið var við að menn eru margir mjög fáfróðir um þessi mál og skipta sér sorglega lítið af þeim. Ég vildi með öðrum orðum sjá að sjó- menn sinntu þessum málefnum betur en þeir hafa gert og létu þau sig meiru varða. Þetta er rekstur sem sjómanna- stéttin hefur með höndum og menn eiga að skipta sér af honum, gagn- rýna, ef þeim finnst þörf á og reyna að benda á leiðir til úrbóta, en fyrst og fremst styðja við starfið eins og þeim er unnt. Mér finnst að þeir hafi ástæðu til að vera svo stoltir af þessum rekstri. Á sama hátt verða stjórnendur Hrafnistuheimilanna alltaf að vera minnugir þess að það var sjómanna- stéttin og launþegafélög sjómanna sem byggðu upp og eiga þennan rekstur.“ Tók ekki upp fastan viðtals- tíma fyrr en í febrúar sl. „En nú fer þessum kafla í lífi okk- ar Sigríðar að ljúka og við fylgjumst að í því eins og svo mörgu. Við erum fædd sama árið og erum meira að segja fermingarsystkin, en við fermd- ust þann 17. maí 1942 í Akueyrar- kirkju hjá séra Friðriki Rafnar. Við vorum 72 sem fermdust í það skiptið og 1992, að 50 árum liðnum, kom „fermingingarbarnahópurinn“ saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.