Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 103

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 103
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 103 séð harðfiskhjall við hús í útjaðri þorpsins. Ég hljóp nú að húsinu og spurði húsráðanda hvort hann ætti hjallinn og hvort hann herti fisk. Hann kvað svo vera, en nú ætti hann bara engan harðfisk, það færi allt í skipin. Hann hélt að ég vildi kaupa harðfisk. En ég sagði honum að niðri á bryggju væri eitthvað á annað tonn af fiski sem við gætum ekki tekið og mætti hann eiga það ef hann tæki það strax. Gæti hann grafið það í skaflinn við hjallinn fram yfir hátíðina. Mað- urinn tók boðinu fegins hendi, og þegar ég leit næst upp úr lestinni var hann kominn með stóran sleða og kassa á og tvo dugnaðarlega stráka með sér og farinn að tína upp í kass- ann. Rétt fyrir kvöldmatinn var búið að loka lestunum og ganga frá á dekkinu og beið nú kokkurinn með jólasteik- ina. Menn þvoðu sér og rökuðu sig og fóru í hrein föt, því lítið hafði verið um svefn og hreinlætisiðkanir þessa daga. Þegar búið var að borða bauð skipstjóri upp á jólavindla og tilkynnti að látið yrði úr höfn strax eftir mið- nætti. Við höfðum heyrt að aftansöng- ur yrði í kirkjunni klukkan átta um kvöldið og ákváðum við Bjarnleifur að fara þangað. Þótt kirkjan væri sem næst fullsetin hafði presturinn veitt okkur athygli og í lok stólræðu fór hann nokkrum hlýlegum orðum um sjómannastéttina og þakkaði okkur komuna í kirkjuna og bað okkur vel- farnaðar. Lárus býður Bretunum byrginn Um miðnætti voru landfestar leyst- ar og haldið af stað austur fyrir Langanes. Norðaustan storm- hraglandi og þungur sjór var fyrir Fontinn og auðséð að veður færi versnandi þar norður frá. En við sett- um stefnu suður með austurlandi og stefndum á Butt of Lewis á austur- enda Hebridseyja og ætluðum síðan suður sund, sem kallað var. Aðra nóttina í hafi á milli íslands og Færeyja, í svarta myrkri og byl, rann allt í einu svartur skuggi fram nieð síðunni til kuls og ógnandi fall- byssur bar við loft. Við Markús biðum spenntir eftir hvað við tæki. Eins og Á síldveiðum. áður hafði verið fyrirskipað greip ég vélarrúmsflautuna og blés þrisvar í hana, en það átti að vera hættuaðvör- un til allra sem sváfu aftur í, og höfð- um við fyrirskipun um að nota hana við minnsta tilefni. Sem við Markús stóðum þarna og biðum, var allt í einu beint að okkur sterku kastljósi eitt augnablik og sterk rödd í hátalara spurði á ensku hvert skipið væri, hvaðan það væri komið, hvert það væri að fara og hver farmur- inn væri. Þessu var strax svarað og að augnabliki liðnu hvarf eftirlitsskipið út í nætursortann. Ferðin til Englands gekk síðan klakklaust, þar til kom að eyjunni Mön í Irska kanalnum, en þar er um mjótt sund að fara milli sandbakka og lands. Þar var athugunarstöð hersins og þar urðu menn að gera grein fyrir sér og máttu ekki fara um í myrkri, heldur urðu að bíða birtu. Nú stóð svo á að fyrir utan oddann var stormur og leiðinda sjór, en fyrir innan oddann á Ramseybugtinni var sléttur sjór. Komið var myrkur og samkvæmt fyrirmælum áttum við að halda sjó fyrir utan um nóttina, þó hart væri. En Lárus Þ. Blöndal var ekki mik- ið fyrir það að fara eftir reglum sem aðrir höfðu sett. Hann hélt því fullri ferð og stefndi í sundið og skipaði okkur Halldóri Guttormi að fara fram undir hvalbak og gera akkerið klárt. Þegar við fórum að nálgast stöðina var beint að okkur sterku kastljósi og síðan farið að morsa, en Lárus gegndi engu. Allt í einu kvað við rosaleg skotdruna og fallbyssukúla skall í sjó- inn rétt fyrir framan skipið. Við Hall- dór tókum til fótanna og ætluðum að hlaupa aftur á, því við þóttumst vita að það sem fljúga mundi í næsta skoti væri hvalbakurinn og væri þá ekki gæfulegt að vera undir honum. En Lárus var hinn harðasti og skip- aði okkur að gera það sem okkur væri sagt möglunarlaust og vera ekki að neinum helvítis spretthlaupum. ”Þess- ir aumingjar eru allir rangeygðir og hitta aldrei það sem þeir miða á,” sagði hann, og í þeim töluðum orðum skall önnur kúla í sjóinn fyrir framan skipið og í svipaðri fjarlægð og hin fyrri. Hægðist okkur Halldóri þá held- ur og fórum við að gera okkur vonir um lengri lífdaga. Þegar við vorum að koma inn fyrir oddann á sléttan sjó og renndum upp á leguna og létum akk- erið falla, heyrðum við mikinn undir- gang í bílum í landi og virtist allt þar á ferð og flugi og stöðugt verið að morsa í gríð og erg. ”Þeir geta bundið sínar kollur sjálfir!” Rétt eftir að við vorum búnir að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.