Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 112

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 112
112 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Framtíðin liggur í strandveiðum og eins ferskum fiski og völ er á“ - segir Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda Landsamband smábáteigenda er nú orðið tólf ára og hefur vaxið og eflst með hverju árinu frá stofnun þess. Félagsmenn eru nú um 2000 talsins og bátafjöldinn á skrá er á milli 1300 til 1400. Mikill þróttur er í starfínu sem sýnir sig í mikilli fundasókn hvarvetna á landinu og heimsóknir félagsmanna á skrif- stofuna við Klapparstíg 27 eru tíð- ar. Stöðugt er eitthvert hagsmuna- mál á döfinni sem bregðast þarf við og smábátamenn eru baráttuglatt fólk sem liggur ekki á skoðunum sínum. Stöðugt gerir togstreitan milli strandveiðimannsins og stór- útgerðarmannsins vart við sig og hún er ekkert sérmál okkar Islend- inga, heldur á hún sér stað um heim allan. En hvað skyldi framtíðin bera í skauti sér? Mun koma til vaxandi andstöðu við stóriðju í út- gerð og Iétt veiðarfæri og farkostir sækja á. Þetta var eitt af því sem bar á góma í spjalli Sjómannadags- blaðsins við Arthur Bogason, for- mann Landssambands smábátaeig- enda, en á þessum málum hefur hann ákveðnar skoðanir. Við byrj- uðum á að spyrja hann um stofnun samtakanna og hvað olli því að hann gerðist forgönguinaður um það mál. „Þú spyrð um hvernig á því stóð að ég gerðist forvígismaður þessara sam- taka,“ segir Arthur Bogason. „Því er þá til að svara að í marsmánuði 1985 stöðvaði þáverandi sjávarútvegsráð- herra allar veiðar smábátaflotans með 24 klukkustunda fyrirvara á þeim for- sendum að bátar á ákveðnu landsvæði væru búnir með kvóta allra bátanna fyrir allt landið. Ég var þá með bát í Vestmannaeyjum og við vorum rétt að byrja vertíð og höfðum lítið sem ekk- Arthur Bogason: „Sú umrœða sem nú fer fram í öðrum löndum og verður öflugri með hverjum deginum snýst um að leggja beri meiri áherslu á strandveiðar og veiðar með léttum veiðarfœrum, samfara framboði á eins ferskum fiski og helst er völ á. “ (Ljósm.: Sjómdbl. AM) ert getað róið þegar tilkynningin barst. Við höfðum að vonum alls ekki orðið varir við þetta gríðarlega fiskirí og þýddi þetta að við sáum fram á að verða algjörlega tekjulausir. Menn í Vestmannaeyjum fylltust óskaplegri gremju og sama kvöld og við fréttum af þessu var haldinn fundur sem á mættu 40-50 manns. Þar var einróma samþykkt að hundsa þessa reglugerð sjávarútvegsráðherra og sýna í verki að við gætum ekki sætt okkur við annað eins fyrirkomulag. Fóru því fjórtán bátar frá Vestmannaeyjum í róður morguninn eftir — í trássi við lög og reglur. Við fiskuðum gins og okkur lysti um daginn, pn þegar við komum að landi um k]völdið voru við- tökurnar allt annað en blíðar. Þar beið lögregla og eftirlitsmenn frá ráðu- neytinu og var okkur hótað öllu illu. Menn sögðu að við skyldum sleppa að þessu sinni, en framvegis mættum við búast við hörðu. I kjölfarið á þessu þóttist ég sjá í hendi mér að ekki þýddi annað en verja réttindi okkar smábátaeigenda með einhverjum öðrum hætti. íslend- ingar eru ekki lögbrjótar í eðli sínu, svo Ijóst var að ekki yrðu margir til að róa áfram í trássi við lögin, enda erum við landar að mínu mati mestu ”frið- semdarskepnur.” Við viljum fremur leysa málin með orðsins brandi en öðrum vopnum. Þess vegna hóf ég þá þegar vinnu að stofnun landssamtaka og var innan skamms kominn í sam- band við fjölda manns úti um allt land. Almennt tóku menn strax vel í þetta, þótt einn og einn úrtölumaður fyndist. Um sumarið og um haustið fundaði ég síðan með smábátaeigend- um um þvert og endilangt landið og stóð að stofnun flestra svæðisfélag- anna þá, en við stofnuna voru þau orðin þrettán. Tel ég mig muna það rétt að ég hafi aðstoðað við stofnun á níu eða tíu þeirra. Allir voru fundirnir sem ég gekkst fyrir mjög fjölmennir og ákaflega kröftugir. Og þann 5. des- ember 1985 boðaði ég til stofnfundar í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni i Reykjavík. Þar voru samtökin stofnuð og hafa starfað upp frá því. Þetta tel ég gott að rifja upp, því eins og geng- ur vilja menn gleyma upphafinu." Hátt í 2000 félagar á skrá ”Samtökin eru nú samansett af 14 svæðisfélögum sem ná hringinn i kringum landið og eru sumhver mynduð úr nokkrum minni félögum, þannig að ég tel að segja megi með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.