Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 121

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 121
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 121 Vitanejhd á árlegri yfirreið milli vita. Hér eru menn staddir við Bjargtangavita. Frá vinstri: Hermann Guðjónsson forstjóri Siglingastofnunar, Asgeir Erlends- son vitavörður á Bjargtöngum, Gttðjón Scheving, Páll Sófóníasson formaður Vitanefndar, bílstjóri nefndarmanna, Tryggvi Blöndal skipstjóri, Tómas Sig- urðsson og Vilhelm Thorsteinsson skipstjóri. Myndin mun tekin 1987. nú hringt til okkar og fengið upplýs- ingar um veður á þessum stöðum og þurfa þá ekki að láta úr höfn til þess að kanna sjólagið. Upplýsingarnar eru aðgengilegar bæði á talvél og á nú síðast á internetinu. Ölduduflin eru líka notuð til þess að gera hafnarlík- ön, áður en hafist er handa við hafnar- framkvæmdir, líkl og duflið við Grindavík. Þá er þeim komið fyrir utan við væntanlega höfn eða höfn sem á að endurbæta og látin vera þar í ár eða lengur. Veðurathuganakerfið er sífellt að þróast og stöndum við framarlega í þessu miðað við aðra. Það gefur auga leið að þessi starf- semi krefst stöðugs eftirlits og ár- vekni og verður að bregðast skjótt við ef eitthvað fer úrskeiðis. Rekum við í Vesturvör 2 í Kópavogi sérhæfð verkstæði, svo sem radíóverkstæði, rafmagnsverkstæði og loks smiðju, en alla tíð höfum við reynt að leita sem minnst út fyrir stofnunina með við- hald. Starfsmenn Rekstrarsviðs eru að jafnaði fjórtán til sextán talsins, auk vitavarðanna sem ég nefndi. Vegna viðhaldsvinnunnar á sumrin höfum við svo ráðið til okkar skólastráka og hafa margir þeirra verið hjá okkur í mörg sumur. Eins og ég gat um eru ljósvitarnir nú 104 talsins og reynum við að ná um 20 af þeim í almennl viðhald árlcga. Þykir okkur gott ef við getum tekið hverja vitabyggingu í gegn fimmta hvert ár, en tæknibúnað- inum þarf stöðugt að fylgjast með. í sjálfvirku ljósvitunum er tvöfalt kerfi, þannig að annað tekur við ef hitt bilar og í þeim eru fjórar til fimm perur. Kviknar þá sjálfkrafa á nýrri ef slokknar á þeirri sem fyrir er.“ Góð tilfinning þegar allt er kornið í lag á ný „Árið 1965 varð ég forstöðumaður Vitastofnunar, en eftir að stofnunin var sameinuð Siglingastofnun Islands 1. október 1996 hef ég verið forstöðu- maður rekstrarsviðs. Undir rekstrar- svið heyrir umsjón með rekstri vita- kerfanna, staðsetningarkerfisins og veðurathuganakerfisins, svo og rekst- ur fasteigna og tækjabúnaðar. Bæði áður og eftir að ég tók við því starl'i hef ég átt því láni að fagna að með mér hafa starfað miklir ágætismenn og vil ég nefna þá þrjá vitamálastjóra sem ég hef kynnst, en ég hef starfað nieð öllum vitamálastjórunum, nema þeim fyrsta, sem var Thorvald Krabbe. Þessir vitamálastjórar eru Emil Jónsson, Aðalsteinn Júlíusson og núverandi forstjóri Siglingastofn- unar, Hermann Guðjónsson. Sama á við um aðra samstarfsmenn mína, seni llestir hafa verið lengi í starfi sem sýnir að þeim hefur líkað vel á stofnuninni líkt og mér. Og ekki má ég gleyrna að geta um að konan mín hefur verið mér mikill styrkur. Oft hefur á hana reynt, en auk þessara vanalegu fjarvista hef ég ára- tugum saman verið á bakvakt, komi eitthvað upp á. En konan mín var þessu kunnug frá fyrri tíð, þar sem faðir hennar vann við vitabyggingar á sínum tíma. Hún heitir Sigrún Sigur- bergsdóttur, ættuð úr Garðinum og er kennari að mennt. Sáumst við fyrst þegar ég vann tólf ára að byggingu Garðskagavita. Ekki kynntumst við nú mikið þá, það beið til 1950 þegar verið var að byggja miðunarstöðina við Garðskaga. Við giftum okkur 1954 og eigum við eina dóttur, Ás- dísi. Nei, ég dreg ekki dul á að mér hef- ur reynst þetta starf fjölþætt og áhuga- vert. Því hafa lil dæmis fylgt mikil samskipti við sjómenn, vitaverði og aðra þá sem þetta varðar, eins og sveitarstjórnir víða uni land. Og líkt og öll störf sem krefjast mikils af framkvæmdaþrótti manna, þá hefur það verið mjög gefandi. Þegar menn hafa komið að ljóslausum vita, dufli eða öðrum búnaði sem bilað hefur, þá er góð tilfinning að halda heim í vissu um að allt sé komið í lag aftur og ör- yggi sæfarenda tryggt. Frá þessum tíma minnist ég líka afburða fagurra og kyrra sumarnátta og góðra og fall- egra daga, sem leita langtum oftar á hugann en óveðrin. Ferðirnar í vitana hafa líka haft sér það til gildis að menn urðu gjörkunnugir strandlengj- unni og komust í kynni við það ágæta fólk sem bjó á þessum afskekktu stöð- um. En þrátt fyrir annir mínar þá á ég mér mitt áhugamál utan vinnunnar, en það eru hestar, eins og við er að búast af gömlum Skagfirðingi. Ég hef átt hesta í 25 ár og þykir gott að komast frá vinnunni í annað umhverfi. Eink- um sinni ég hestunum að vetrinum og skrepp þá oft upp í Heiðmörk þegar fagurt er veður og kem endurnærður til baka.“ Hér látum við þessu fróðlega við- tali við Tómas Sigurðsson lokið. Eins og í upphafi sagði hefur hann orðið vitni að áratuga þróun í íslenskum vitamálum og er ekki að efa að enn á hann eftir að sjá ýmsa ótrúlega tækni ryðja sér til rúms. AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.