Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 136

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 136
136 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ast í Rekavík bak Höfn. Ég var með tvíhleypu, sá tófu og skaut á hana öðru skotinu, en særði hana aðeins. Hljóp svo fyrir hana, en datt með höf- uðið við stóran stein. Skotið hljóp úr byssunni í steininn og svo framan í mig, og upp reis ég alblóðugur. Af til- viljun voru þarna skammt frá staddir drengir úr hjálparsveit skáta í Reykja- vík. Þeir fluttu mig til Hesteyrar, þar sem ég fékk andlitshreinsun hjá sæmdarhjónunum Pétri Péturssyni og frú frá Grænagarði á ísafirði. Við læknisrannsókn kom í ljós að högl voru víða í hausnum á mér, sum plokkaði hann burt, slatti var eftir, m.a. þau sem hann sagði að lægju svo nálægt höfuðkúpunni hægra megin að hann þyrði ekki að eiga við þau. Taldi að setjast myndi að þeim með tíman- um. En ef ekki, yrði ég að fara í að- gerð á spítala í Reykjavík. Höglin sitja enn á sínum stað, sum þeirra, en sum hef ég plokkað út, m.a. úr hök- unni á mér.“ „Þá kom að mér þessi undar- Iega vissa um návist ein- hvers...“ „Þannig var nú það. Og áfram get ég haldið. Eitt árið fórst vélbátur þarna úti af ströndunum, nánar tiltek- ið á Óðins- og Andrupsboðagrynning- unum. Um það bil 40-60 tonna bátur. Ungir menn frá Önundarfirði voru að sigla honum frá Ólafsfirði til Önund- arfjarðar, að mig minnir. Þeir lentu í norðan-norðaustan fárviðri og blind- hríð. Ég held að menn hafi síðast heyrt f honum á þessum slóðum. Slysavarnafélag Isafjarðar fór þess á leit við mig að ganga austur víkur og vita hvort ég yrði einhvers vísari. Ég fór fyrirvaralaust af stað. Þetta var erfið ferð, því að snjór var víða í klof, og fram af bökkunum í Smiðjuvík og út af Barði, sem er fjall milli Smiðju- víkur og Barðsvíkur, var óhemju snjór. Veður fór batnandi en mikið brim. Þetta var raunar lífshættulegt, þar sem snjóbakkinn var svo þykkur að ég varð sums staðar að skríða ofan á honum svo ég færi ekki í kaf. Ég reyndi því að hlaupa eftir fjörunni við útsogin og svo æða upp í snjóskaflinn undan briminu. Það var lítið gaman. En hið undarlega var að ég hafði enga tilfinningu fyrir sjálfum mér. Ég var þarna vegna manna, sem kannske voru í nauðum staddir, og sú tilfinn- ing réði öllum mínum viðbrögðum. Ég sjálfur ekkert. Ég hef oft hugsað um þetta dæmi. Ein vesöl mannvera í þessum hrika- legu snjó- og brimauðnum. Engin von um björgun, ef eitthvað kæmi fyrir mig. Þar að auki hrópandi sí og æ, ef verið gæti að einhver hefði komist lífs af og heyrði til mín. Ég hef aldrei skil- ið þann mátt, sem etur manni áfram undir slíkum kringumstæðum. Það var byrjað að skyggja en áfram komst ég. Undir Barðsfjallinu miðju gengur vik inn í fjallið. Umhverfis þetta vik er ekkert nema stórgrýti, og því ekk- ert of auðveld aðkoman. Þarna nam ég staðar, enda ekkert fýsilegt yfir- ferðar, því að inn í vikið æddi hver brimskaflinn á fætur öðrum. En blind- ur á allt, nema að áfram yrði ég að komast, beið ég lags, og við útsogið tók ég á sprett. Ég hef víst verið kom- inn svo sem þrjá fjórðu af leiðinni, þegar brimskafl braust yfir mig. í of- boði greip ég fram fyrir mig, náði ein- hverju taki með hægri hendinni, en vissi síðan ekki af mér fyrr en ég lá á klettasnös, en þó réttum megin við skoruna, skyrpandi út úr mér snjó og klórandi mig á þurrt. Þetta getur ekki hafa varað nema örskamma stund, því að ég hafði ekki drukkið þann sjó, að það bagaði mig. Einu verð ég að skjóta inn í þetta, þótt fólki finnist það efalaust Ijar- stæða. Sem ég lá þarna, búinn að jafna mig nokkurn veginn, þá kom að mér þessi undarlega vissa um návist einhvers. Návist máttar, er í fólst furðuleg upphafning, hjálp, styrkur, einhver alltumfaðmandi varmi. Ég á enga haldbæra skýringu á þessu. Þetta hefur fylgt mér í áratugi, og ég fundið návist þess á erfiðum stundum. Ég þurfti eitt sinn að fást við sjálfan mig úti í eyðimörk, ef svo má segja, og þá fann ég fyrst fyrir þessu. En það er önnur saga. Mér gekk vel yfir ána í Barðsvík og heim að skipsbrots- mannaskýlinu. Kveikti þar upp í kab- yssunni og steinsofnaði. Á leiðinni til baka fann ég á rekanum sjógalla af mönnum og smápart af bóg skipsins. Mörgum sögum gæti ég bætt hér við sem ekki gefa þessum eftir, en það yrði of langt mál hér.“ Slysið í Þórkötlustaðanesi „Hér að framan hef ég vikið að slysi sem ég varð fyrir á þeim árum sem ég bjó í Grindavík og ég hef bor- ið menjar eftir síðan. Ég hafði ætlað að breyta og endurbæta hús mitt í Þór- kötlustaðanesi m.a. innskipan þess, en til þess varð ég að brjóta niður tvo steinveggi, er luktu um hluta af eld- húsinu. Þeir náðu saman um skor- stein, er að mestu stóð inni í eldhúsi. Til þess að auðvelda mér það ákvað ég að brjóta í þá rauf með gólfinu. I barnaskap mínum ályktaði ég að þótt ég bryti undan þeim þá mundi skor- steinninn halda þeim uppi og ég síðan með lítilli fyrirhöfn fella allt með nokkrum höggum. Ég lauk þessu und- an öðrum þeirra og hélt því ótrauður áfram með hinn. Þegar ég átti eftir tæp tvö fet að skorsteini kvað við brestur og alll tók að falla að mér. Fyrir nær ósjálfrátt viðbragð kastaði ég mér í átt að út- vegg á móti, og við smáspöl að gólfi skall efri brún annars veggjarins á hrygginn á mér. Eitthvað af þessum skamrna tíma er mér óljóst, og smá- tími leið þar til ég rankaði við mér. Undirrót þess er þá gerðist er mér enn ekki ljós. Ég heyrði sjálfan mig segja upphátt: „Vertu nú rólegur. Vertu nú rólegur.“ Þetta viðbragð mitt er lyg- inni líkast. Við fyrstu hreyfingu fann ég að ég var nær allur laus undir veggnum, aðeins vinstri fóturinn fast- ur. Á miðju gólfinu hafði myndast hrúga af möl og grjóti. í fallinu hafði efri brún veggjarins rétt náð að skella á hrygginn á mér, en stöðvast við hrúguna án þess að brotna og fótur minn klemmst þar á milli. Það virðist hafa bjargað lífi mínu. Armslengd frá höfði mér var niður- fallsrör, og við það að horfa á það færðist ég allur í aukana, greip um það báðum höndum og með snöggu átaki reif ég fótinn lausan, svo að eft- ir á hrúgunni voru bæði sokkur og skór. Þar með var ég allur laus. Hálfdofinn lá ég þarna og mókti án þess að finna til í hrygg eða fæti, lá þarna í sleni hreyfingarlaus, lamaður allri hugsun að gera eitthvað. Það var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.