Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Síða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Síða 34
Gylfi Knudsen lögfræðingur: UM SKATTLAGNINGU SAMEIGNARFÉLAGA EFNISYFIRLIT I. Tilhögun skattlagningar saraeignarfélaga almennt ............. 28 II. Þróun lagaákvæða um skattamál sameignarfélaga................ 31 III. Skattaleg staða samlagsfélaga ................................34 IV. Skilyrði sjálfstæðrar skattskyldu sameignarfélaga............. 36 V. Upphaf og lok skattskyldu sameignarfélaga.....................44 VI. Skattaleg áhrif við stofnun og slit sameignarfélaga og úttektir eigenda úr þeim ..................................46 VII. Sala á eignarhlutum í sameignarfélögum ......................49 VIII. Skattaleg áhrif sjálfstæðrar skattskyldu samcignarfélaga . . 51 IX. Verðbreytingarfærslur mcð tilliti til sameignarfélaga ........ 55 I. TILHÖGUN SKATTLAGNINGAR SAMEIGNAR- FÉLAGA ALMENNT. I I. kafla (1.-6. gr.) 1. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, er fjallað um þá aðila, sem skyldir eru til að svara skatti hér á landi. I 1. og 2. gr. eru hinar almennu reglur um ótakmarkaða skattskyldu. Fjallar 1. gr. um skattskyldu manna, en 2. gr. um skattskyldu lög- aðila. Hér er um að ræða skattskyldu í þeim skilningi, hverjir teljist sjálfstæðir skattaðilar (subjektív skattskylda). Frá þessu sjónarhorni er eðlilegt að geua greinarmun á mönnum og lögaðilum. Skattskyldu- hugtakið hefur einnig aðra merkingu, sem tekur til upp'gjörs tekna og eigna til skatts (objektív skattskylda). Hefð er fyrir því að telja þess- ar tvær greinar skattskyldu auk skattaréttarfars mynda aðalsvið skattaréttar. Þégar um er að ræða skattskyldu í síðarnefndu merking- unni, er fyrrnefndur greinarmunur manna og lögaðila ekki einhlítur. Eiga menn, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, og lögaðilar þá frekar samstöðu. Þeir menn, sem atvinnurekstur hafa með höndum eða sjálfstæða starfsemi, eru þó beggja blands, ekki síst eftir að sett voru núgildandi lög um tekjuskatt og eignarskatt, sem hafa að geyma mikilvæg ákvæði í þá átt að aðgreina einstaklinginn frá þeim rekstri, sem hann stundar. 28

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.