Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Qupperneq 62

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Qupperneq 62
um sjálfstæða skattskyldu er að ræða eða ekki. í upphafi þessarar málsgreinar segir svo: „Þegar heildarskuldir skattaðila skv. 76. gr. eru hærri en heildareignir hans skv. 73. gr. í lok reikningsárs skal sá hluti reiknaðrar tekjufærslu samkvæmt þessari grein falla niður sem umfram er tap ársins og ójöfnuð töp frá fyrri árum.“ Tekið er fram, að hjá mönnurn, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, skuli telja með heildareignum og heildarskuldum við ákvörðun á þessu allar framtalsskyldar eignir þeirra og skuldir án tillits til þess, hvort þær eru tengdar rekstrinum eða ekki. Verðmæti íbúðarhúsnæðis til eigin nota og einkabifreiðar að tilteknu hámarki og skuldir, sem sann- anlega hafa verið notaðar til öflunar þessara eigna, teljast þó ekki með. 1 sameignarfélagi, sem er sjálfstæður skattaðili, eru eignir og skuld- ir þess alveg aðgreindar til skattalegs uppgjörs frá eignum og skuld- um félagsaðila svo sem hjá öðrum lögaðilum. Þar er um sjálfstæð skattskil að tefla. Á hinn bóginn, og á það hefur verið lögð áhersla hér, er hlutdeild félagsaðila í sameignarfélögum, sem ekki eru sjálf- stæðir skattaðilar, einungis þáttur í skattskilum þeirra hvers um sig. 1 þeim tilfellum verður að skoða þá niðurfellingu á tekjufærslu, sem hér hefur verið minnst á, fyrir hvern félagsmann um sig og athuga, hvort skilyrði niðurfellingarinnar séu fyrir hendi. Með því að allar framtalsskyldar eignir og skuldir eru teknar með við ákvörðun á stöðu efnahags með tilliti til niðurfellingar, þó með hliðsjón af nefndum frádrætti, þá er augljóst, að niðurstaðan getur orðið mismunandi hjá félagsmönnum í sama sameignarfélági. Kann einn að njóta niðurfell- ingar, en annar ekki. Einnig kann sami aðili að vera þátttakandi í fleiri en einu sameignarfélagi, sem ekki eru sjálfstæðir skattaðilar, og verð- ur þá að líta til hluttöku hans í heild sinni í félögunum og efnahags að öðru leyti. Sérstök heimild er til fyrningar á móti tekjufærslu í 44. gr. 1. nr. 75/1981. Getur staða félagsaðila að því er varðar fyrningu eignarhlutdeilda þeirra í fyrnanlegum eignurn sameignarfélags, sem ekki er sjálfstæður skattaðili, því orðið mjög mismunandi. Aðrir fyrn- ingarkostir, svo sem sérstök fyrning á móti söluhagnaði, geta og leitt til mismunandi ráðstafana félagsaðila að þessu leyti. I úrskurðum Ríkisskattanefndar nr. 272 og 273 frá 8. júní 1983 reyndi á ákvæði 5. mgr. 53. gr. 1. nr. 75/1981 um niðurfellingu tekju- færslu vegna stöðu efnahags. Kærendur í þessum málum voru tveir félagsmenn í sameignarfélagi þeirra tveggja um útgerð fiskibáts. Félagið var ekki sjálfstæður skattaðili. Niðurstöður varðandi niður- fellingu tekjufærslu urðu mismunandi, þar sem eigna- og skuldastaða félagsmanna var ekki sú sama. Naut annar þeirra niðurfellingar á 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.