Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Síða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Síða 64
Ai' vettvangi Eiríkur Tómasson hrl.: DÝR ASPÍT ALAMÁLIÐ Hugleiðingar um dóm Hæstaréttar í máli því sem Dýraspítali Wat- sons og Erik Ramskov Garbus höfðuðu gegn Páli A. Pálssyni, yfir- dýralækni. Þegar ritstjóri Tímarits lögfræðinga fór þess á leit að ég fjallaði í stuttu máli um nýlegan hæstaréttardóm varð þessi dómur fyrir val- inu þar eð hann er að ýmsu leyti athyglisverður, ekki síst fyrir þá sem áhuga hafa á stjórnarfarsrétti. Mál það, sem hér um ræðir, var höfðað með stefnu, birtri 24. júní 1980. Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 5. desember 1980 var málinu vísað frá dómi, en sá dómur var felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað til efnismeðferðar með dómi Hæstaréttar 19. mars 1981. Efnis- dómur í málinu var kveðinn upp á bæjarþingi Reykjavíkur 18. mars 1982 og endanlegur dómur féll loks í Hæstarétti 28. nóvember 1984. Hér á eftir mun ég reifa stuttlega atvik málsins, en fjalla síðan um dómsniðurstöður, bæði um formhlið og efnishlið. MÁLSATVIK. Á árinu 1974 gaf enskur maður, Mark Watson að nafni, nokkrum aðilum hérlendis dýraspítala, þ.e. hús ásamt öllum viðeigandi læknis- áhöldum. Nokkrar kvaðir fylgdu gjöfinni, þ.á m. skyldi spítalinn standa opinn öllum heimilisdýrum. Nokkru síðar stofnuðu gjafþegarnir með sér sjálfseignarfélagið „Dýraspítala Watsons" og gerðu með sér skipulagsskrá fyrir félagið sem staðfest var af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Á árinu 1977 stóð Dýraspítali Watsons fullbúinn og hófst stjórn fyrrgreinds félágs þá þegar handa um að fá dýralækni til starfa við hann. Þegar stjórnin 58

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.