Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 73

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 73
lægingu sem fylgir kæru og rannsókn slíks máls, vitandi það að í flest- um tilvikum eru slík afbrot léttvæg fundin og dæmd til lágmarks- refsingar. Það þarf líka hugrekki til að kæra nauðgara og lifa síðan sjálfur sem fangi af ótta við hefndarráðstafanir, meðan nauðgarinn gengur laus. Hver eru mannréttindi kvenna? DROPINN HOLAR STEININN Undirskriftasöfnunin snerist öðru fremur um mannréttindi kvenna og hún var mótmæli við því að gildandi lögum væri beitt nauðgurum í hag á kostnað kvenna. Það er nefnilega misskilningur hjá Þór Vil- hjálmssyni að þessar „skyndiaðgerðir“ okkar hafi verið barátta fyrir lagabreytingum. Við vorum að berjast fyrir viðhorfsbreyting- um innan dóms- og réttarkerfisins sem gætu auðveldað konum að reka þar sín mál. Og kannski okkur hafi tekist að hola steininn, því eins og Þór veit eins vel og ég þá hefur nauðgarinn í þessu tiltekna máli nú verið dæmdur í 4 ára fangelsi sem er einhver þyngsta refsing fyrir nauðgunarbrot fram til þessa. Kannski dóms- valdið líti nauðgunarbrot alvarlegri augum hér eftir en hingað til og er þá vissu marki náð. Og að lokum. Auðvitað er löng tugthúsvist og frelsisskerðing alltaf skelfilegur hlutur en við konur getum ekki veitt afslátt út á nauðgun. 67

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.