Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Qupperneq 30
14. Lög um vörugjald nr. 97/1987, 10. gr. (almenn tilvísun til 1. 10/ 1960), sbr. 3. gr. 1. 95/1988. 15. Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum og lánsfjármálum 1988 nr. 10/1988, 21., sbr. 22. gr. (tilvísun til XII. kafla 1. 75/1981). 16. Lög um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði nr. 100/1988, 7. gr. (almenn tilvísun til viðurlagakafla 1. 75/1981). Þegar ofangreind ákvæði eru athuguð nánar, kemur í ljós, að engin heildarstefna hefur verið mörkuð hér á landi.27 Greinileg tilhneiging er til að efla þetta ábyrgðarform, en litlar refsipólitískar umræður hafa farið fram um hlutverk, notagildi og útfærslu þess. Umræður um efnahagsbrot og hin nýju ábyrgðarform fara gjarna saman, þar sem nauðsynlegt hefur þótt að leita nýrra leiða til að stemma stigu við efnahagsbrotum. Vissulega kemur til athugunar, þegar ákvæði þessi eru orðin svo mörg og sundurleit, að setja almenn lagaákvæði um skil- yrði slíkrar ábyrgðar og aðild, svo og tilhögun viðurlaga. Norræna refsilaganefndin hefur mælt með almennum ákvæðum, annaðhvort í hegningarlögum eða sérlögum.28 Væntanlega fer best á því að lögfesta ákvæði um ýmis almenn atriði, en áskilja eftir sem áður sérstakar lagaheimildir fyrir þessu ábyrgðarformi, í líkingu við tilhögun ítrek- unarákvæðanna. Ákvæði þau, sem áður voru rakin, eru talsvert sundurleit og ýmis atriði óljós. Hin yngri ákvæði eru yfirleitt heldur skýrari en hin eldri. Skal nú vikið að nánari flokkun ákvæðanna og ýmsum einkennum þeiira. 2) Hugtakið lögaðili. Þótt hugtakið lögaðili sé lagt til grundvallar í þessum kafla og ritgerðinni almennt, er það þó einungis notað í sjö af ofangreindum refsiheimildum. Enga skilgreiningu er að finna á því í lögum. Verður að öllum líkindum að skilja hugtakið svo rúmt, að það taki til allra ópersónulegra aðila, jafnt einkaaðila (félaga, sam- taka, fyrirtækja, stofnana, sjóða) sem opinberra aðila (ríkis, sveitar- félaga, stofnana, sjóða), jafnt atvinnufyrirtækja sem almennra félaga, nema annað sé tekið fram.29 Það fer að vísu eftir efni hverra laga, hverjir og hversu margir lögaðilar geta orðið refsiábyrgir, sbr. mun- inn á 2. gr. og 4. gr. 1. 75/1981 og á ákvæðum söluskattslaga, þegar þau eru borin saman við lög um tekjuskatt og eignarskatt. Því er lítt skiljanleg sú athugasemd með 6. mgr. 30. gr. nýju staðgreiðslulaganna 27 Företagsböter. NU 1986:2, bls. 20—21. 28 Företagsböter. NU 1986:2, bls. 47—50. 29 Þórður Eyjólfsson: Persónuréttur. 2. útg. 1967, bls. 15—16. 228
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.