Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 6

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 6
2 HEIMIR SIGVALDI K A L D A L Ó N S. EFTIR V I LH J Á LM Þ. GlSLASON. Allir þeir, sem syngja í þessu landi þekkja Sigvalda Kaldalóns — allir þeir, sem hafa yndi af söng og þeir eru sem betur fer mjög margir, því að eins og alda- gamall leikur íslendinga og iþrótt með orð og rím hefur bjargað þjóðerni þeirra og tungu og gert fá- sinni þeirra fjölbreytt og fátækt þeirra auðuga, eins liefur söngurinn kynslóð eftir kynslóð túlkað angur- værð þeirra og gleði. Menn syngja fullir og ófullir, í bílum og á mannamólum, mæðurnar syngjavið vöggu barna sinna og það síðasta, sem ómar yfir opinni gröf- inni, er söngur. Það er ein- kennilegt um íslenska söng- list og tónlist yfirleitt, og ég er ekki viss um, að menn hafi veitt því þá eftirtekt, sem vert væri, þótt smátt kunni að þykja, að hún hefur aldr- ei verið til annars ætluð en heimilisnotkunar, ef svo má segja, aldrei fram á síðustu tíma ætluð til annars en þess, að túlka tilfinningar daglegs lifs hjá þeim einstaklingum, sem lifðu við gleði og sorg hversdagsins. Henni hafa ekki þangað til alveg nýlega verið ætluð stærri þjóðfélagsleg verkefni, ef svo má segja, ekki átt að túlka þjóðlega stórviðburði i voldugum hljómkviðum eða messum. Það liafa skáld- Sigvaldi Kaldalóns.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.