Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 26

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 26
22 II E I M IR og Wagner. Wagner var mjög skrafhreifinn að eðlis- fari, en Schuniann var svo þögull, að það kom oft fyr- ir, að hann var í vinahóp lieilt kvöld, án þess að mæla orð frá munni. Þegar þeir hittust, þá rann mælsku- slraumurinn upp úr Wagner um músik-málefnin i Þýzkalandi og Frakklandi, stjórnmálin og bókmenntirn- ar, og livað þyrfti að gera. Wagner hætli við að gera samtal að nokkurs konar fyrirlestri. Schumann hlust- aði á þetta þögull og lagði ekki orð í helg. Síðar sagði Wagner: Schumann er aðdáanlegl tónskáld, en óþol- andi maður. Það fæst ekki orð upp úr honum. En Scliu- mann sagði: Wagner er merkilegt tónskáld, en þraut- leiðinlegur. Hann talar um allt milli himins og jarðar, svo að enginn kemst að. Það kjaftar á honum liver tuska. Fram að þessu liafði Schumann verið liamingjusam- ur. En eftir konsertferðalag lil Rússlands (1844), sem hann fór með konu sinni, tók hann alvarlegan tauga- sjúkdóm. Hann hafði heitið konu sinni á brúðkaups- degi þeirra lijóna, að fara með henni i þetta ferðalag. Hvarvetna var þeim vel tekið. En hann þoldi ekki erf- iðleika ferðalagsins (þá voru livorki lil járnbrautir, l)if- reiðar eða flugvélar), og ofreynsla við að semja mús- ikina við „Faust“ eftir Göethe, veiktu svo mjög tauga- kerfið, að hann varð lengi ófær til allrar vinnu. Lækn- irinn áleit það heppilegt fyrir heilsu hans, að hann skifti um umhverfi, og fluttist hann þá til Dresden. Hann lét vini sínum Franz Brendel eftir ritstjórn músiktímarits- ins, enda reyndist hann starfinu vaxinn. Ilugarástand Schumanns má lesa út úr þessum línum í hréfi til vin- ar í Leipzig: „Ég er ennþá mikið þjáður og er eins og farg hvíli á mér; — ég þori ekki að vinna neitt — ill- ir andar myrkravaldsins ráða yfir mér — mánuðum saman hefi ég ekkert getað unnið.“ Batinn kom smám saman og fór hann þá að semja tónverk. Merkilcgust eru píanókonsertinn í a-moll (op.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.