Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Page 11

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Page 11
HEIMIR 7 þátt í því að syngja þau inn i fólkið, og það var bróðir Sigvalda Kaldalóns, Eggerl Stefánsson, sem þá hélt liér liverja söngskemmtunina af annari, við ágætar viðtökur, ogmargir minnast einnigmeð ánægjuþeirra söngskemmt- ana, Kaldalónskvölda, sem þeir bræður béldu saman. Sigvaldi Kaldalóns hefur sagt mér, að bann harmi það mest, liversu litla tónlistarþekkingu liann bafi átt kost á að fá, og sjálfsagt liefði hann ráðist i stór viðfangs- efni, samsvarandi meðfæddri listgáfu bans, ef öðruvísi liefði verið um þetta. „Eg hefi reynt að halda mig að einsöngsforminu, sagði hann við mig, og eg befi sent út söngva mína i ófullkominni mynd, en eg veit þó, að eg befi eitthvað á bjarta, eitthvað, sem eg befi hlustað frá þjóðinni og náttúrunni og þjóðin hefur þess vegna tekið við.“ Og þetta segir bann satl. Og þvi vil eg bæta við sérstaklega, að islenzk ljóðlist á honum þökk að gjalda. Hann er smekkmaður á skáidskap, — eins og hann hefur líka yndi af myndlist — og hann hefur næmt •eyra fyrir orðfegurð og liljóðfalli kvæða. Það er gaman að lilusta eftir því, hvernig liann sveigir stundum tóna sina eflir persónulegum brageinkennum skáldanna, t. d. eftir sumum afbrigðum Gríms Tliomsen. Hann hefur ort lög við kvæði margra skálda, frá Eggert Ólafssvni og fram á þennan dag. Ég hefi ekki ætlað að flvtja ykkur neitt scrfræðilegl tónlistarerindi, og bcf, eins og ég lofaði, sagt nokkur persónuleg orð um Sigv. Kaldalóns og störf bans. Sjálfsagt á breyttur smekkur og ný tízka eftir að fara liöndum um lög Sigv. Kaldalóns, eins og öll mannanna verk. En því verður samt ekki gleymt, sem liann af sinni riku, listrænu lund, af sinni næmu smekkvísi og af sín- um brennandi anda í þjónustu þess, sem er fagurt, og af persónulegri ljúfmennsku sinni og þjóðrækni, liefur sungið inn í söngelska þjóð, benni iil upplyftingar, af- þreyingar og ánægju.

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.