Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 18

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 18
14 II E I M I R Scliubert, og hann hélt á loi'ti tónsmíðum Mendelsohns, sem aftur á móti minnist livergi á Schumann í bréf- um sínum, enda þótt þeir liafi verið samtiðarmenn og samverkamenn í sömu borginni. Schumann klæddi ritgerðir sínar í skáldlegan bún- ing. Hann gaf í skyn að á bak við þær stæði Davíðs- bund, þ. e. nokkursknar eiðsbræður. Nal'nið er sóll í Gamla testamentið; Davíð á móti Filisteum. Þessir eiðs- ])ræður eða Davíðsbiindler, voru settir til höfuðs Fili- steum í tónlistinni. Einn þeirra var Eusebius, viðkvæm- ur og góðlyndur unglingur, annar var Florestan, ör- geðja og með eldlegum áliuga, en jafnframt gázka- fullur og glettinn. Hinn þriðji var Raró meistari, spak- ur að vili. I raun og veru var Daviðsbund elcki til nema í huga Schumanns. Hann sagði, að Eusebius og Florest- an væru tvær ólikar hiiðar á sjálfum honum, en meist- ari Raró sameinaði þær báðar. Hér fer á eftir útdráttur úr grein Schumanns um Chopin sem dæmi um rithátt hans, en i þeirri grein koma Davíðsbúndler fyrir í fyrsta sinn í skrifum hans: „Eusebius var nýkominn inn úr dyrunum. Þú lcann- ast við kesknissvipinn á föla andlitinu; liann selur hann upp af ])ví að hann heldur, að þá verði frekar tekið eftir sér. Ég sal við liljóðfærið með Florestan. Þú veizl að Florestan er einn af þessum listamönnum, sem finn- ur á sér það, sem koma á. í dag álti hann þó eftir að verða alveg forviða. Með orðunum: Takið ofan, herr- ar mínir, sjaldgæfur snillingur er kominn fram, opnaði Eusibius nótnahefti, en tili!l)laðið fengum við ekki að sjá. Ég blaðaði gegnum það, og það eru einhverjir löfr- ar bundnir við að lesa þannig nótur. Og auk þess virð- ist mér, að nóturnar hjá hverju tónskáldi hafi sinn ákveðna svip. Beethoven lítur öðruvísi út á blaðinu en Mozart, alveg eins og Jean Poul lítur öðru visi út á prenti en Goetlie. En hérna voru það allt saman augu, sem ég þekkti ekki, sem depluðu til mín. Það voru

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.