Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 28

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 28
24 H E I M I R gæti þetta líka verið i Diisseldorf. Ég verð vandlega að gæta þess, að bægja frá mér öllum áhrifum, sem verkað geta á þunglyndi mitt.“ Manni dettur ósjálfrátt í hug, að liann hafi rennt grun i liver örlög biðu hans. Slíkir menn eru oft und- arlega glöggskyggnir. Það var enga veiklun á Schumann að sjá fyrst fram- an af í Diisseldorf. Það var eins og þetta nýja umhverfi vekti lijá honum krafta. Þegar liann kom til borgar- innar, var tekið höfðinglega á móti lionum. Náttúru- fegurðin var mikil og starfið að hans skapi. Hann samdi þarna Rínar-symfóníuna í es-dúr (op. 97) og cello- konsertinn (op. 129). Þessar tónsmíðar voru vellukk- aðar. Það var ekki hans sterka lilið að stjórna hljóm- sveit. Honum var ekki sú gáfa gefin, fremur en kennara- hæfileikarnir. Þetta var lians þögla eðli að kenna. Ef honum líkaði ekki meðferð hljómsveitarinnar á lag- inu, þá lét hann endurtaka það frá hyrjun, og ef með- ferðin hatnaði ekki við það, þá sagði hann: „Eiginlega hafði ég hugsað mér þetla öðru visi,“ án þess að gera grein fyrir hvað fyrir honum vakti. Diisseldorfar-hljóm- sveitin var rækilega skóluð af fyrirrennurum lians, þeim Mendelsolm og Ililler, sem háðir voru góðir hljóm- sveitarsljórar, og naut Schumann góðs af þeim aga og æfingu, sem hljómsveitin hafði fengið hjá þessum meist- urum, svo að almenningur varð lengi ekki var við liæfi- leikaskort hans á þessu sviði. Brátt fór geðveikin að segja til sín. Hann varð stund- um undarlegur i háttum. Tónsmíðar lians frá þessum tíma hafa ekki sama frískleikablæinn og áður. Að lok- um kom að því, að hann varð að láta af hljómsveitar- stjórastöðunni. Þetta gerði hann þó nauðugur, því liann gat ekki fundið að neitt gengi að sér. Hann fór þá með konu sinni í konsertferðalag til Hollands, og varð það honum mikið gleðiefni, að tón- smiðar hans voru þar öllu útbreiddari en i sjálfu föður-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.