Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Page 9

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Page 9
H E I M I R lega hafi fyrstur opnað eyru sín fyrir liinu fagra i tón- listinni, liafi verið Brynjólfur Þorláksson, en Brynjólf ur liafði niikið giltli fyrir tónlistarlíf Reykvikinga á sínum tima, var smekkvís maður og góður söngstjóri og annálaður fyrir harmoníumleik sinn. Sigvaldi þótli einnig leika ágætlega á harmoníum og var þá þekktur víða hér sunnanlands fyrir þá list sína, löngu áður en menn þekktu liann sem tónskáld. Um þessar mundir, sem liér um ræðir, kom Sigfús Einarsson heim hingað aftur frá útlöndum og tókst góð vinátta með honum og Sigvalda Kaldalóns. Sigfús kom með nýja söngva og ágætar raddsetningar á ís- lenzkum þjóðlögum. En svo hefur Sigvaldi sagt mér, að þau hafi enn hetur en áður sannfært sig um það, að við ættum eigin íslenzkan tónblæ og bendir t. d. á lag Sigfúsar Sofnar lóa. Að loknu embættisprófi sínu i læknisfræði fór Sig- valdi Kaldalóns utan og var ár í Kaupmannaliöfn og drakk þá í sig alla þá tónlist, sem hann komsl þar yf- ir, en þar var þá fjörugt tónlistarlíf. Þegar heim kom varð Sigvaldi Kaldalóns læknir í Nauteyrarhéraði og var þar til 1921, eftir að liafa þjónað stutlan tíma ann- ars staðar, siðan var hann nokkur ár í Flatey og nú siðustu árin i Grindavík. Um það hil, sem hann varð læknir norður í Djúpi, fór Eggert hróðir hans utan til söngnáms, fyrst til Danmerkur og Svíþjóðar, og síð- an til Ítalíu, og var það þá ný hraut fyrir íslenzka söng- menn, sem fleiri liafa farið á eftir. Þá segir Sigvaldi að vaknað liafi löngun sín til þess að semja lög handa lionum til að syngja, og hefst nú aðalstarfstími hans sem tónskálds og fyrstu lög hans eru prentuð og sungin 1916 og 17, og verða á svipstundu landfleyg og vinsæl. Þó að Sigvaldi Kaldalóns gegndi nokkuð erfiðu em- hætti vestra, öðrum þræði, liafði liann einnig sæmilegt næði til tónlistariðkana sinna, sem voru líf hans og yndi og staðhættirnir sjálfir hafa ýtt undir þessa starf-

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.