Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Side 30

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Side 30
26 HEIMIR tilgátu skáldsins, að átökin við hin stórbrotnu tónlistar- form hafi átt nokkurn þátt í að brjóta niður tauga- kerfi lians. Á geðveikrahælinu hélt Schumann, að hann væri Manfred. Það er ekki óalgengt um geðveika menn, að þeir haldi, að þeir séu allt aðrir menn en þeir eru sjálf- ir. Hann liafði, löngu áður en veikin heltók hann, sam- ið músikina við „Manfred“ eftir Byron. Er þetta ágætt tónverk og í anda skáldverksins. Þetta verk spilaði hann löngum á spitalanum og var vinum lians það hæði átakanlegt og liryggilegt að sjá meistarann þann- ig kominn. Um morguninn 29. júli 1856 leysti dauð- inn liann frá þessum þrautum, og dó liann i faðmi konu sinnar. Dauðinn var öllum kærkominn, úr því sem komið var, hæði honum sjálfum, konu lians og vinum. Á svipstundu barst fregnin um andlát meistarans um Bonn og aðra hæi í Rínarlöndunum. Allir voru gagn- teknir af þessum atburði. Menn töluðu ekki um ann- að á götum og torgum. Vinir hans skunduðu til Bonn til að fylgja honum til grafar. Bralims og Joachim fiðlu- snillingur, sem höfðu verið honum tryggir vinir alla stund, gengu berhöfðaðir á eflir kistunni. Hiller flutli ræðu við gröfina. Mannfjöldinn var svo mikill, að engu líkara var en að þjóðhöfðingi hcfði verið horinn til grafar. Löngu seinna, árið 1880, létu Þjóðverjar reisa veglega myndastyttu af honum á gröf hans. Klara Schumann lifði mann sinn í 40 ár. Hún var i miklum metum sem píanóleikari til æfiloka, sérstak- lega þótti mikið koma til meðferðar hennar á tónsmíð- nm eftir Beetlioven og Chopin og þá ekki sízt eftir manninn sinn. Hún var kennari við Hochschenlónlistar- skólann í Frankfurt og þar dó hún 20. maí 1896. Tónsmíðar Schumanns eru margar og merkilegar, og er hér ekki rúm til þess að telja þær upp, ekki einu

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.