Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Side 10

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Side 10
6 H E I M I R semi og örfað þá ríku skáldæð, sem í Sigvalda Kalda- lóns býr. Eg lield að ég verði að leyfa mér að taka hér upp dálitinn bréfkafla frá bonum til min, um lífið þarna norður í Jökuldjúpinu, þar sem hann eignaðist reyndar ágæta vini, eins og annars staðar þar sem liann hefur verið, en hann er sjálfur vinfastur og vin- vandur. Hann segir i bréfinu, sem ég nefndi: „Náttúr- an þar vestra er víða lieillandi fögur og hefur mikil inspírerandi áhrif á mann, enda er töfrandi í Ármúla og þá í Kaldalóni. Vorkvöldin komu seiðmögnuð og full af liljómum inn um opinn gluggann minn, er ég var lagstur lilustandi til hvíldar. Þá lieyrði ég það, hvað náttúran okkar syngur með fjölbreyttum róm, og nú veit ég live mikið á eftir að leysa úr læðingi af ís- lenzkri tónlist og það í stórum formum, þegar fallast i faðma dulræn náttúra og seiðmagnaðar þjóðsagnir og þegar sá maður kemur, sem kann að túlka og skilja þá óma, þá fáum við volduga tónlist og þá mun um- heimurinn hlusta og dást að, en það verður aldrei gert með eintómum kvintum, þeir geta verið góðir með, en ekki eingöngu." Þessi eru orð Sigvalda Kaldalóns sjálfs og lýsa vel honum og stefnu lians. Á þessum árum lifði Sigvaldi Kaldalóns við allmikla einveru og fásinni, sem kallað mundi vera, en á góða lconu, sem studdi hann einnig i listaráhuga hans. Innsta þrá hans til lista og fegurðar þroskaðist á þessum ár- um og skilningur sjálfs lians á hlulverki sínu sem túlk- anda liins þjóðlega í íslenzkri náttúru og íslenzkum lcvæðum, við nútímahæfi og hins angurværa og dul- ræna í islenzku þjóðareðli. Síðan þetta var, liafa komið út eftir hann um 70 lög, og meira mun liann eiga í fórum sínum. Þessi lög mörg urðu fljótlega meðal þeirra laga, sem mest voru sungin á mannamótum og i samkvæmum og rauluð i ein- verunni, Þau náðu alþýðuhylli, í orðsins eiginlega og fyllsta skilningi. Einn maður átti á þeim árum ekki sizt

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.