Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Page 14

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Page 14
10 H E I M I R á þessu söngmóti. Svíunum hafði verið sagt að mæta kl. 6, en þeir urðu að ])íða í fimm klukkustundir áð* ur en röðin kom að þeim. En það kom síðar í ljós, að með þessari löngu l)ið hafði þeim verið sýndur sómi, því keppt var í mörgum flokkum eftir gæðum, 1. í'lokki, 2. flokki o. s. frv., og hafði verið byrjað á lökustu flokkunum. Svíunum fannst litið koma til söngsins framan af, en hann fór stöðugt batnandi með liverj- um kór, sem fram kom. Um kl. 10 um kvöldið varð hlé á söngnum og héldu þá Svíarnir, að nú væri röð- in komin að þeim og bjuggust við auðunnum sigri. En þá kom fram frægur svissneskur kór frá Genf, skip- aður 30—40 mönnum, sem söng mjög vel. Síðan komu fram nokkrir franskir kórar og var nú söngurinn orð- inn allur annar en áður um kvöldið. Eftirvæntingin óx stöðugl og tóku sigurvonir Svianna að daprast. Og svo þegar belgiskur 70 manna kór, sem hét „Les enfants de Belgique“, hafði sungið, voru sigurvonir Svianna orðnar harla litlar. Belgíski kórinn söng kórverlc úr óperu, með krómatískum tónaröðum í tenórröddunum, svo að sænsku stúdentarnir og söngstjórinn j)eirra undr- uðust mjög og höfðu aldrei heyrt aðra eins söngleikni hjá karlakór. Arpi, sænski söngstjórinn, hafði orð á því, að j)ótt liann æfði stúdenlana sína árum saman, j)á myndu þeir samt ekki gela leikið j)etla eftir. Belg- iski kórinn vakli fádæma hrifningu og stóðu fagnaðar- lætin í margar mínútur. Nú var röðin komin að Svíunum. „La classe superi- eure“ (efsti flokkur) var hrópað, og strax á eflir var kallað „les eludiants d’Upsal“ (Uppsalastúdentar). Svi- arnir bjuggu sig undir að ganga fram og var nii lítill kjarkur í þeim. Dauðakyrrð rikti í salnum og hafði eftirvæntingin náð hámarki. En ])á ruddi sér braut sænskur pianólcikari úr áheyrendahóp til stúdentakórs- ins. Hann hafði lesið vonleysið út úr svip þeirra, og sagði við ])á: „Verið óhræddir — látið ekki hugfallast

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.