Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 7

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 7
!f\ í dag er Valur 25 ára og í tilefni af þvi er rit þetta gefið út. Því miður verður ekki hægt að rekja sögu félagsins eins itarlega og skyldi í þessu riti, og verðum við því að láta okkur nægja, að talca það með, sem mark- að hefir stærst spor í sögu Vals. Um leið og við rifjum upp þessi atriði og þær endurminningar, sem því eru samfara, viljum við votta K. F. U. M. þakklæti okkar fyrir stofnun Vals og fyrir þau áhrif, sem gætt hefir frá II. F. U. M. Enn fremur þökkum við þeim Vals-mönnum, sem með ráðum og dáð hafa komið Val í þann mesta virðingarsess, sem hlotnast getur hér, sem sé: að vera „besta knattspyrnufélag íslands“. Bak við það liggur svo mikið starf, að fáir mundu trúa, og brautryðjandans erfiða verk er aldrei fullþakkað. Æskulýðurinn, sem ann Val, og sækir hreysti og lieilbrigði gegnum félagið, þakkar brauiryðjendunum, og strengir þess heit, að taka upp merkið og bera það fram til nýrra dáða og færa Val nýja sigra í framtíðinni. Mótherjunum á hverjum tíma þökkum við fyrir drengilega keppni á vellin- um, því eimitt sú keppni er það, sem hefir átt mestan þátiinn í að gera Val þetta knattspyrnulega sterkan, sem hann nú er. í. S. 1. og K. R. R. þökkum við samstarfið á liðnum árum, og vonum að á komandi timum beri íþróttaf élögin, með 1. S. I. í fararbroddi, gæfu til að standa ennþá fastar saman um þau málefni, sem enn bíða óleyst. Við treystum því, að þetta megi takast með réttum skilningi á réttum málum. Með hreinskilni og drenglyndi, sem hverjum sönnum íþróttamanni á að vera í blóðið borin. <zÆcímann r3££e/gason. <3V£ó/mg:eír '/fónsson. <j£ó/annes ZZBergs/efnsson. Gnar ‘EBjðcnsson. ^BZze/ 'Jjor/jðcnsson. v(rt m

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.