Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 29

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 29
19 11 — 1 9 3 6 VALUR 25 ÁRA 29 Stjórnir Yals IQió- ’36 áleiðis heim, eftir að hafa verið á þönum allan morguninn að kveðja alla þá vini, sem við höfð- um eignast, þennan stutta tíma, sem við dvöldum þar. Á bryggj- unni var fjöldi fólks, sem kvaddi okkur með árnaðaróskum og húrra-hrópum, sem var óspart endurgoldið af okkur Yalsmönn- um. Eigi get eg látið vera, að minn- ast hér á formann K. A. Tómás, og „vin okkar allra“ Skjaldar, sem voru okkur allan tímann sem sannir félagar. Á heimleið var komið við á Krossanesi og slcoðuðum við þá verksmiðjuna alla. Á Siglufirði var ekki hægt að keppa aftur, eins og við þó vonuðumst eftir, vegná ýmsra ástæðna. Á Isafirði kept- um við 19. júní við 1. fl. Yestra, og endaði sá leikur með sigri okkar, 3:2. Vegna þess, að skip- ið beið eftir okkur, urðum við að flýta okkur að kveðja, án þess að fá aftur tækifæri til að sjá okkur um þar, og njóta innilegr- ar gestrisni Isfirðinga. Að morgni 20. júni vorum við aftur staddir á Reykjavíkurhöfn. Þar tók hópur Valsmanna á móti okkur og þökkuðu góða frammi- stöðu fyrir norðan. Að lokum þökkuðum við hvor öðrum fyrir samveruna og góðan félagsskap og hrópuðum svo ferfalt liúrra fyrir félagi okkar, lcnattspyrnu- félaginu Valur. Árangur ferðarinnar má hik- laust telja mjög góðan. Þátttak- endur urðu betri félagar, áhugi þeirra jókst fyrir lcnattspyrnu- íþróttinni, samleikur þeirra og samheldni í ferðalaginu bundu þá traustari vináttu og trygð hvorn við annan, og þó fastast við félagið. Væri óskandi, að all- ir flokkar innan Vals ættu eftir að fara margar slíkar ferðir, sér og félaginu til þroska og sóma. Fararstjóri okkar, Axel Þor- björnsson, kom hvarvetna fram fyrir félagsins hönd, og ávann sér traust og þakklæti okkar allra fyrir prúðmenslcu og lipurð í far- arstjórn. Kosin 16. apríl 1916: Jón Guðmunds- son formaður, GuSbjörn Guðmunds- son ritari, Stefán Ólafsson gjaldkeri. Kosin 15. apríl 1917: Sama stjórn. Kosin 30. maí 1918: Magnús Guðbrands- son, form. Guðbjörn Guðmundsson, ritari. Stefán ólafsson gjaldk. Kosin 3. maí 1919: Sama stjórn. Kosin 1. maí 1920: Guðbjörn Guð- mundsson, form. Guðm. lvr. Guðjóns- son, ritari. Stefán Ólafsson gjaldk. Kosin 27. apríl 1922: Guðm. Iír. Guð- jónsson, form. Axel Gunnarsson, rit- ari: Stefán Ólafsson, gjaidk. Iíosin 12. apríl 1923: Axel Gunnarsson form., Ámundi Sigurðsson ritari, Halldór Árnason gjaldk. Snorri Jón- asson og Jón Sigurðsson. Kosin 5. maj 1924: Axel Gunnarsson form., Ámundi SigurSsson ritari, Halldór Árnason gjaldk. Þorkell Ingvarsson og Óskar Bjarnason. 1925: Enginn aðalfundu, sama stjórn. Kosin 14. febr. 1926: Axel Gunnarsson form., Ámundi SigurSsson ritari, Halldór Arnason gjaldk., Jón Sig- urðsson og Ól. H. Jónsson. Kosin 15. maí 1927: Axel Gunnarsson form., Ámundi Sigurðsson ritari, Sœm. Sæmundsson gjaldk., Pétur Kristinsson og Magnús Pálsson. Kosin 29. apríl 1928: Jón Sigurðsson form., Ámundi. Sigurðsson ritari, Pétur Kristinsson gjaldk., Friðjón Guðbjörnsson og Þorkell Ingvarsson. Kosin 28. apríl 1929: Jón Sigurðsson form., Ólafur Sigurðsson ritari, Pét- ur Iiristinsson gjaldk. Iialldór Árna- son og Axel Gunnarsson. Kosin 13. apríl 1930: Jón Sigurðsson form., Björn Sigurðsson, Pétur Krist- insson, Axel Gunnarsson og Ólafur Sigurðsson. Iíosin 9. nóv. 1931: Jón Eiriksson form., Björn Sigurðsson, Ólafur Sig- urðsson, Axel Gunnarsson, Frímann Helgason. Kosin 27. nóv. 1932: Pétur Kristinsson form., Ólafur Sigurðsson, Frímann Helgason, August Thejll, Ragnar Hjörleifsson. Kosin 15. okt. 1933: Ólafur SigurSsson form., Hrólfur Benediktsson, Frí- mann Helgason, Jóhannes Bergsteins- son, Reidar Sörensen. Kosin 21. okt. 1934: Frímann Helga- son form., Einar Björnsson, Jóhannes Bergsteinsson, Axel Þorbjörusson og Hólmgeir Jónsson. Kosin 21. okt. 1935: Frimann Helga- son form., Axel Þorbjörnsson, Jó- hannes Bergsteinssón, Einar Bjórns- son, Hólmgeir Jónsson. Sveinn Zoega. Stjórn Vals 1936.

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.