Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 25

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 25
19 11 — 1 9 3 6 VALUR 25 ÁRA 25 kappróðurinn fram fyrir hádegi fyrri þjóðliátiðardaginn. Er hann ákaflega „spennandi“. Iþróttirnar eru það, sem mest ber á á hátíð þessari, enda eru Vestmanneyingar löngu lands- kunnir fyrir íþróttaafrek sín og áliuga. Þar eru ræður fluttar, messa sungin (á sunnudaginn) og prýðilegur hlandaður kór fylti Dalinn með söng sínum. Bjarg- menn klifu, að manni virtist þver- lmýpt björgin, í hvítum húning- um. Því næst sýndu þeir hjargsig á þeim stöðum, sem ekki er fært nema fuglinum fljúgandi og æfð- um og áræðnum bjargmönnum i böndum. Það var tilkomumik- ið, að sjá þá sveifla sér til og frá um bergið, eins og fugla, og öllum, og elcki síst þeim, er aldr- ei höfðu séð bjargsig áður, verð- ur það ógleymanlegt. Flugeldarnir í hinum ýmsu litum, og brennan á Fjósakletti í miðnæturrökkrinu, varpaði æf- intýraljóma yfir Dalinn, með sinni dumbrauðu birtu. Þarna var dansað lengi nætur, undir hrífandi tónum liarmonikunnar. Ungir og gamlir fundu dansköll- un hjá sér þetta kvöld. Hingað og þangað heyrist söngur, uppi í hlíðinni, inni í tjöldunum, á bíl- unum, sem þjóta eftir Dalvegin- um, og þótt einn og einn tónn sé ofurlítið lijáróma, getur það engin áhrif liaft á gildi söngsins þetta kvöld, því það er þjóðhátíð — og þá eru allir glaðir. Þegar dimt er orðið, og fólkið hefir kveikt í tjöldum sínum, líta þau út, úr dálítilli fjarlægð, eins og sjálflýsandi liús. Á sunnudaginn fór fram siðari kappleikurinn. Var hann ekki eins góður af okkar hálfu eins og sá fyrri, enda leit lengi út fyr- ir, að jafntefli yrði. En á siðustu mínútunni gerir Valur mark, svo leikurinn endar 3:2, og má segja að hepnin liafi verið með okk- ur í það skiptið. Öll dvölin í Eyjum var okkur liin skemtilegasta. Þjóðhátiðin, með allri sinni tilbreytni, gleym- um við ekki, og ekki heldur fólk- inu, sem við kyntumst og okkur leíð svo vel lijá. Eg nota tækifærið og þakka Vestm.eyingum fyrir siðast og vona, að ekki liði langt, þangað til við getum endurnýjað og lif- að upp aftur Þjóðhátíðina 1932. Tala eg hér fyrir munn allra fé- laga minna. Ferðin heim gekk vel, nema hvað einn og einn varð lystar- laus og fékk uppköst; var þetta kallað sjóveiki! Ánægðir yfir ferðalaginu stigum við á land í Reykjavík árla morguns 15. ágúst 1932. Heill Vestmannaeyjum og Vestmanneyingum! Valur og Vestmanneyingar. Dagskrá Knattspyrnufélagsins „Valur“ á 25 ára afmælishátíð þess dagana 10.—14. maí. Sunnudaginn 10. maí: Kl. 2 sameinast Valsmenn við hús K.F.U.M. og ganga þaðan í skrúðgöngu til hins nýja vallar síns. Þar fer fram vígsla vallarins með ræðu, fluttri af síra Friðriki Friðrikssyni. Þvi næst fer frarn kappleikur milli III. flokks Vals og III. flokks „IIauka“. — Um kveldið kl. 8 verður skemtun fyrir III. og IV. flokk í húsi K.F.U.M. Mánudaginn 11. maí: Afmælisritið kemur út. — Kl. 7,20 fer fram við- tal við formann Vals í útvarpinu um félagið og knattspyrnuna í heild. —- KI. 8 verður afmælis- veisla í Oddfellowliöllinni. Þriðjudaginn 12. maí: Lúðrasveit leikur á Austurvelli kl. 8 til 8^4. — Farið þaðan suður á Iþróttavöll. Þar fer fram kappleikur milli IV. flokks Vals og IV. flokks K. R. (10 mín. livor hálfleikur) og þar næst milli I. flolcks Vals og I. flokks K. R., sem er afmælis- kappleikurinn. Miðvikudaginn 13. maí: Kl. 8i/2 keppir II. flokkur Vals og II. flokkur Víkings á nýja Valsvellinum. Fimtudaginn 14. maí: Kl. 8*4 keppir B-lið Vals og B-lið Fram á nýja Valsvellinum. NEFNDIN.

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.